Kurt Vile og Swans á ATP

Sex erlendum hljómsveitum hefur nú verið bætt við dagskrá All Tomorrow’s Parties hátíðarinnar sem fer fram á Ásbrú 10.-12. júlí næstkomandi: Kurt Vile & The Violators, Swans, Fuck Buttons, The Haxan Cloak, Forest Swords og Eaux. Kurt Vile var áður í hljómsveitinn War on Drugs en síðasta sólóskífa hans, Walking on a Pretty Daze, hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnanda og var fimmta besta plata ársins að mati straum.is. Hin sögufræga stórsveit Swans átti að koma til Íslands á þarsíðustu Airwaves hátíð en þurfti frá að hverfa vegna fellibylsins Sandy, og þess vegna ánægjulegt að hana reki loksins á strandir landsins.

Kurt Vile & The Violators og Swans verða á meðal þeirra sem koma fram fimmtudaginn 10. júlí. Fuck Buttons og The Haxan Cloak koma fram föstudaginn 11. júlí ásamt Portishead sem tilkynnt var að kæmi fram á hátíðinni í síðustu viku. Forest Swords og Eaux munu spila á lokadegi hátíðarinnar laugardaginn 12. júlí ásamt Interpol sem einnig var tilkynnt í síðustu viku.

Áður var einnig búið að tilkynna hljómsveitirnar Mammút, For a Minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar á hátíðina. Fleiri hljómsveitir sem fram koma á hátíðinni verða kynntar á næstu vikum en hægt er að lesa umfjöllun straum.is um síðustu All Tomorrow’s Parties hátíð hér. Hlustið á tóndæmi með sveitunum hér fyrir neðan.



Straumur 13. janúar 2014

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá Broken Bells, Saint Pepsi, A Sunny Day In Glasgow, Sun Kil Moon, Jenny Lewis, Eternal Summers og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977!

1) After The Disco – Broken Bells
2) Mr. Wonderful – Saint Pepsi
3) Come Alive (ft. Toro Y Moi) – Chromeo
4) In Love With Useless (The Timeless Geometry In The Tradition Of Passing) A Sunny Day in Glasgow
5) Gouge – Eternal Summers
6) Obstacle Eyes – Morgan Delt
7) Leaves Like Glass – Woods
8) Ben’s My friend – Sun Kil Moon
9) Hot Tonight – Tokyo Police Club
10) Probably Nu It – Tree
11) Completely Not Me – Jenny Lewis
12) King Brute (ft. Shanghai Den) – FaltyDL
13) Samira – (ft. Fred Avril & Shadi Khries) – Acid Arab
14) Pulsing (ft. Nina K) – Tomas Barfod
15) No Time – Jay Reatard

 

Tónleikahelgin 8.-11. janúar

Miðvikudagur 8. janúar

Hljómsveitirnar Oyama, Halleluwah og Hljómsveitt munu troða upp á nýja skemmtistaðnum Paloma sem er fyrir ofan Dubliners í Naustinni 1-3. Oyama hyggjast spila nýtt efni á tónleikunum en sveitin vinnur nú að sinni fyrstu breiðskífu. Halleluwah er verkefni Sölva Blöndal sem áður var í Quarashi en honum til halds og trausts er söngkonan Rakel Mjöll. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

Á Gamla Gauknum stíga sveitirnar Skerðing og While My City Burns á stokk. Aðgangur er ókeypis og leikar hefjast klukkan 21:00.

Fimmtudagur 9. janúar

Michael Anderson, betur þekktur undir listamansnafninu DREKKA, kemur fram á tónleikum á Dillon. DREKKA spilar draumkennda industrial tónlist sem mætti líkja við hljómsveitir á borð við Coil og The Shadow Ring. Á næstunni kemur út plata frá honum á DAIS útgáfunni (Iceage, Psychic TV, Cold Cave) sem tekin var upp á Íslandi. Honum til halds og trausts verða tónlistarmaðurinn Þórir Georg, Kælan Mikla og Börn. Tónleikarnir hefjast 22:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Það verður þungarokksveisla á Gamla Gauknum þar sem Blood Feud, Darknote og Wistaria munu þeyta flösu. Tónleikarnir hefjast upp úr 21:00 og ókeypis er inn.

Föstudagur 10. janúar

Reggístórsveitin Ojba Rast kemur fram á Gamla Gauknum en önnur breiðskífa sveitarinnar, Friður, kom út í vetur og hefur fengið feikna góðar viðtökur. Dyrnar opna 21:00, tónleikarnir byrja 22:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Stuð- og gleðisveitin Babies kemur fram á hip hop staðnum Prikinu. Aðgangseyrir er ekki til staðar og fjörið hefst klukkan 22:00.

 

Tónskáldahópurinn S.L.Á.T.U.R. fagnar nýju ári með tónleikum í Mengi við Óðinsgötu 2. Þar verður flutt glæný tónlist fyrir klarinettur sem hafa verið undirbúnar sérstaklega, breyttar og endurhannaðar til að kalla fram nýjan hljóðblæ, nýjar stillingar og framlengja möguleika hljóðfærisins. Fjórir klarínettuleikarar munu flytja tónlistina en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Það verður metalveisla á Dillon og hljómsveitirnar Darknote og Jötunmóð koma fram. Aðgangseyrir er enginn og málmurinn byrjar að óma á slaginu 22:00.

Laugardagur 11. janúar

Skóglápsrokkararnir í Oyama verða aftur á ferðinni á laugardagskvöldinu, að þessu sinni í Gym & Tonik salnum á Kex Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Það verður bluegrass hátíð á Gamla Gauknum en þar kemur fram hljómsveitin Illgresi ásamt Hjalta Þorkelssyni (var í sveitinni Múgsefjun) og öðrum góðum gestum. Hljómleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Hljómsveitirnar Fivebellies og Dýrðin stíga á stokk á Dillon. Lætin hefjast 22:00 og aðgangseyrir er ókeypis.

 

 

 

Straumur 6. janúar 2014

Í fyrsta Straumi ársins verður nýjasta plata Stephen Malkmus & The Jicks tekin fyrir, við heyrum einnig nýtt efni frá Danny Brown, Sbtrkt, Tokyo Police Club og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á X-inu 977 klukkan 23:00 í kvöld.

Straumur 6. janúar 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Planetary Motion – Stephen Malkmus & The Jicks
2) Houston Hades – Stephen Malkmus & The Jicks
3) Shibboleth – Stephen Malkmus & The Jicks
4) Chartjunk – Stephen Malkmus & The Jicks
5) My Molly – Sky Ferreira & Ariel Pink
6) Step (Remix) [ft. Danny Brown, Heems, and Despot] – Vampire Weekend
7) r u n a w a y – Sbtrkt
8) Argentina (Parts I, II, III) – Tokyo Police Club
9) Red Eyes – The War On Drugs
10) Birth In Reverse – St. Vincent
11) Digital Witness – St. Vincent
12) Faith – I Break Horses
13) Berceuse – I Break Horses
14) Weigh True Words – I Break Horses
15) Windstorm – School Of Seven Bells


Portishead og Interpol á ATP

Portishead og Interpol verða stærstu hljómsveitirnar á ATP-hátíðinni á Ásbrú  dagana 10.-12. júlí en hvorug hljómsveitin hefur komið fram áður á Íslandi. Portishead verður stærsta nafnið föstudaginn 11. júlí og Interpol stærsta nafnið laugardaginn 12. júlí. Hljómsveitirnar Mammút, For a minor Reflection, Samaris, Sóley og Low Roar verða einnig á meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem koma fram á hátíðinni. Á næstu vikum verður tilkynntur fjöldinn allur af erlendum og íslenskum hljómsveitum til viðbótar.  Áætlað er að tónlistardagskrá hátíðarinnar standi frá 19:00-02:00 alla hátíðardagana og munu í heildina um 25 hljómsveitir koma fram.

Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Brim og atpfestival.com. Þriggja daga hátíðarpassar kosta 18.500 kr. og dagspassar kosta 12.900 kr. Einnig er hægt að kaupa hátíðarpassa og dagspassa með rútuferðum frá BSÍ. Nánari upplýsingar á midi.is.

ATP verður haldin á Ásbrú, fyrrum varnarliðssvæðinu, sem á sér sögu sem rekur aftur til ársins 1941 en bandaríski herinn yfirgaf svæðið árið 2006. Svæðið er staðsett í fimm mínútna aksturfjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæ, um korter frá Bláa Lóninu og hálftíma frá höfuðborgarsvæðinu. Á hátíðarsvæðinu verða tvö svið sem bæði eru innandyra, auk annars konar skipulagðrar dagskrár sem felur meðal annars í sér kvikmyndasýningar, Popppunkt, fótboltamót þar sem hljómsveitir etja kappi við gesti hátíðarinnar o.fl.

Tónleikahelgin 2.-4. janúar

Fyrsta helgi nýja ársins fer rólega af stað en þó eru nokkrir tónleikar sem vert er að drífa sig út úr húsi fyrir.

Fimmtudagur 2. janúar

Á Gamla Gauknum koma fram Leiksvið Fáránleikans, Casio Fatso og Gímaldin Magister. Það er frítt inn og hurðin opnar klukkan 21:00.

Föstudagur 3. janúar

Pascal Pinion koma fram á hinum nýopnaða stað Mengi á Óðinsgötu 2. Systurnar spila lágstemmt jaðarpopp þar sem ýmis hljóðfæri koma við sögu, lítil og stór hljómborð, gítarar, fótbassar og trommupedalar. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Blásið verður til allsherjar rokkveisla á Gamla Gauknum. Íslensku rokksveitirnar Coral og Telepathetics ætla að rísa upp frá dauðum þessa einu kvöldstund og rokka kofann eins og árið sé 2004. Pönkhundarnir í Morðingjunum koma einnig fram. Aðgangseyrir er 500 krónur og tónleikarnir hefjast uppúr tíu en aðstandendur lofa sveittasta giggi ársins 2014.

Laugardagur 4. janúar

Þjóðlagapoppsveitin The Evening Guests kemur fram ásamt öðrum gestum á Gamla Gauknum. Það er ókeypis inn og dyrnar opnast 21:00.

Ólöf Arnalds heldur fyrstu tónleika sína á árinu á afmælisdegi sínum 4. janúar. Gleðin verður haldin á Mengi við Óðinsgötu 2.

Bestu íslensku lög ársins 2013

 

15) Looped – Kiasmos

 

 

 

14) Speed Of Dark – Emiliana Torrini

 

 

13) Punta Rosarito – Tonmo

 

 

 

12) Rafstraumur – Sigur Rós

 

 

11) Empire – Plúseinn

 

 

 

10) Cupid Makes a Fool Of Me – Just Another Snake Cult

Titillag hinnar frábæru plötu Cupid Makes a Fool of Me er marglaga ævintýri með ótal óvæntum beygjum. Hugmyndaauðgin á sér lítil takmörk í frumlegum kaflaskiptingum og útsetningum sem eru bæði lágstemmdar og epískar í senn.

 

 

 

9) Numbers And Names – Ólöf Arnalds

Numbers And Names er eitt bjartasta og aðgengilegasta lag Ólafar til þessa. Systir hennar Klara syngur með henni í ógleymanlegu viðlaginu þar sem raddir þeirra kallast á.

 

 

8) Bragðarefir – Prinspóló

Gleðigengið í Prins Póló er þekkt fyrir tíðar tilvísanir í matvæli og titill lagsins vísar væntanlega til hinnar vinsælu nammiísblöndu. Refurinn er lágstemmdur stuðsmellur með fönkí bassalínu og hljómborðum í anda 9. áratugarins en textinn er hnyttinn og súrrealískur eins og Prinsins er von og vísa.

 

 

7) Ég Veit Ég Vona – Ojba Rasta

Ojba Rasta létu engan bilbug á sér finna á árinu sem leið og héldu áfram að vera í fararbroddi íslensku reggí-senunnar með breiðskífunni Friður. Ég veit ég vona er ljúfsár ballaða með vaggandi grúvi og en einlægur flutningur og kjarnyrtur texti Teits fleyta því á toppinn.

 

 

6) Everything Some of the Time – OYAMA

Flestum lögum á fyrstu ep-plötu Oyama er drekkt í töffaralegu dróni, fídbakki og allra handa óhljóðum en besta lagið að okkar mati var þó það einfaldasta. Skoppandi bassalína og brimlegur gítarhljómurinn faðma angurværan sönginn og útkoman er ævintýri fyrir eyrun.

 

 

5) We Are Faster Than You – FM Belfast

Fyrsta smáskífan af væntanlegri FM Belfast plötu (sem vonandi kemur út á næsta ári).  Á meðan hljómur lagsins er einkar framtíðarlegur þá er eitthvað við það sem minnir á teiknimynd frá 8. áratugnum.

 

 

4) Hver Er Ég? – Grísalappalísa

Hver er ég? er bæði aðgengilegasta og harðasta lag Grísalappalísu sem kom eins og stormsveipur inn í íslenska tónlistarsenu á árinu. Byrjar á grípandi og trallandi kvenbakröddum en keyrir svo skyndilega út í skurð í ómstríðum harðkjarnakafla. Upphafin fegurð og hrár ljótleiki í jöfnum hlutföllum á hnitmiðuðum tveimur mínútum er eitthvað sem engin önnur íslensk sveit náði að afreka á árinu.

 

 

3) É Bisst Afsökunnar – Markus & The Diversion Sessions

Afsökunarbeiðni Markúsar er einn óvæntasti og frumlegasti smellur ársins. Með sterkan og skemmtilegan texta að vopni flæðir lagið á einstakan hátt líkt og ef Megas væri að fronta Pavement.

 

 

2) What’s Wrong With Your Eyes – Sin Fang

What’s Wrong With Your Eyes er enn ein framúrstefnulega poppperlan sem Sindri Már Sigfússon virðist framleiða áreynslulaust af færibandinu sínu. Marglaga raddanir og óaðfinnanlegur hljóðheimurinn eru eins og bútasaumsteppi utan um frábæra lagasmíð og einstaka söngrödd Sindra.

 

 

1) Candlestick – múm

Candlestick hefst á glettinni og nintendo-legri hljómborðslínu sem setur tóninn fyrir það sem koma skal. Þetta er eitt aðgengilegasta lag sem múm hafa gefið frá sér og laglínan límist við heilabörkinn við fyrstu hlustun. En það er líka yfirfullt af hljóðrænum smáatriðum og krúsídúllum þannig þú ert alltaf að uppgötva eitthvað nýtt við hverja hlustun. Lagið er bæði gáskafullt og útpælt, grípandi en ekki eins og neitt annað í útvarpinu, hnitmiðað en samt losaralegt. Múm hafa sjaldan hljómað jafn sjálfsörugg í því sem þau gera best og hér.





Bestu íslensku lög ársins 2013

 

30) Before – Vök

29) Maelstrom – Útidúr

 

 

28) Á Hvítum Hesti – Skúli mennski

      1. 07 Á hvítum hesti

 

 

 

 

27) MacGyver og ég – Sveinn Guðmundsson

 

 

26) Hve Ótt ég ber á – VAR

 

 

25) Autumn Skies #2 – Snorri Helgason   
      2. 01 Autumn Skies #2

 

 

 

24) Blóðberg – Mammút

 

 

 

23) All Is Love – M-band

 

 

 

22) Restless (ft. Unnsteinn) – Sisy Ey

 

 

 

21) Again – Good Moon Deer

 

 

 

20) Cheater – Love & Fog

 

 

19) Release Me (ft. DJ YAMAHO) – Intro Beats

 

 

 

18) Harlem Reykjavík – Hermigervill

 

 

 

17) 1922 – Kristján Hrannar

 

 

 

16) Aheybaró – Kött Grá Pjé & Nolem

 

Lög í 15. – 1. sæti