Útgáfutónleikar Skúla mennska í kvöld

Þann 6. október lék Skúli mennski fagra tóna fyrir góða gesti á Café Rosenberg ásamt fríðum hópi. Herlegheitin voru hljóðrituð og enda nú á fjórðu breiðskífu Skúla sem hefur hlotið hið frumlega nafn “Tónleikar á Café Rosenberg”. Það er því ekki annað við hæfi en að endurtaka leikinn og fagna plötunni með útgáfutónleikum á sjálfum Café Rosenberg í kvöld klukkan 21:00. Miðaverð inn er 2000 kr.

Ekki er hægt að útiloka það fyrirfram að óvæntar uppákomur eigi sér stað á kvöldi þessu en það telst víst að allir muni skemmta sér sem Kóngar væru.

Hér er lagið Á hvítum hesti af plötunni 

      1. 07 Á hvítum hesti

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *