Fimmtudagur 25. september
Snorri Helgason kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.
Föstudagur 26. september
Kexland og Nýherji standa fyrir rokkveislunni LENOVO áKEX HOSTEL. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00.
19:00 Pétur Ben
20:00 Low Roar
21:00 Agent Fresco
22:00 DIMMA
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Stafrænn Hákon ætlar að fagna ferskri afurð er ber nafnið “Kælir Varðhund” á Húrra. The Strong Connection með Markús Bjarnason í fararbroddi ætla að heiðra áhorfendur með nærveru sinni ásamt Loja sem mun flytja sitt efni. Það er ókeypis inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Laugardagur 27. september
Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari í hljómsveitinni Moses Hightower og Matthías Hemstock sem hefur starfað á íslensku tónlistarsenunni síðastliðin 30 ár með áherslu á jazz, spuna og ýmis tilraunavekefni halda tónleika í Mengi. Á efnisskránni verður aðallega frjáls spuni. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 krónur inn.
Tónleikar á Rosenberg með Rúnari Þórissyni, Láru Rúnarsdóttir og Margréti Rúnarsdóttir ásamt hljómsveitinni Himbrimi. Aðgangseyrir: 1500 kr. og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30.
Lady Boy Records standa fyrir tónleikunum Cassette Store Day Split. Harry Knuckles, Nicolas Kunysz og AMFJ koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Sísý Ey, DJ Margeir og Intro Beats slá upp party á Húrra. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það kostar 1500 kr inn.
Sunnudagur 28. september
Þóranna Dögg Björnsdóttir kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00.