Tónleikahelgin 6.-8. febrúar

Fimmtudagur 6. febrúar

Samstarfstónleikar tónlistarmanna frá Reykjavík og Denver verða haldnir í Iðnó. Tónlistarmennirnir para sig saman og flytja tónlist hvors annars í sameiningu og búa til tónlistarlegan bræðing úr þessum tveimur ólíku en að sama skapi tengdu tónlistarheimum. Íslensku tónlistarmennirnir sem koma fram eru hin þjóðþekktu Högni Egilsson (Hjaltalín & Gus Gus), Lay Low og Snorri Helgason en frá Denver koma þau Tyler Ludwick (Princess Music), Esmé Patterson (Paper Bird) og Jesse Elliott (Ark Life). Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis.

Blússveitin The Dirty Deal Blues Band kemur fram á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

Föstudagur 7. febrúar

Just Another Snake Cult stíga á stokk í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu. Verkefnið var stofnað af Þóri Bogasyni árið 2010 sem spilar á ýmis hljóðfæri, semur tónlistina mestmegnis sjálfur og tekur hana upp. Frænka hans, Helga Jónsdóttir, spilar með honum á selló og hljóðgervil. Síðastliðið eitt og hálft ár hafa þau verið að þróa með sér leikrænan en naumhyggjulegan sækadelískan poppbræðing sem gat af sér plötuna Cupid Makes a Fool of Me sem þau gáfu sjálf út á síðasta ári. Platan hefur fengið frábæra dóma, fékk tónlistarverðlaun Kraums og komst á lista Fréttablaðsins, Fréttatímans, Dr Gunna, Rjómans, Straums og KEXP yfir bestu plötur ársins. Á tónleikunum í Mengi leika þau lög af plötunni í fyrsta skipti opinberlega eftir að hún kom út. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2.000 kr.

 

Raftónlistarhópurinn Weirdcore heldur upphitunartónleika fyrir Sónar hátíðina á Harlem. Fram koma Sometime, Futuregrapher og Tanya & Marlon. DJ Yamaho mun svo þeyta skífum að tónleikunum loknum. Leikar hefjast klukkan 21:00 og það er fríkeypis inn.

Laugardagur 8. febrúar

Ultra Mega Technobandið Stefán heldur útgáfutónleika á Harlem en önnur plata sveitarinnar kom út í nóvember. Highlands munu hita upp og plötusnúðatvíeykið Nuke Dukem munu halda stuðinu gangandi eftir tónleikana. Gleðin hefst á slaginu 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Poppprinsessan Leoncie treður upp á Gauk á Stöng og aðstandendur taka tónleikanna taka fram að hún muni árita hljómplötur sínar á staðnum. Hide Your Kids hita upp en tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *