Tónleikahelgin 13. – 15. mars

Fimmtudagur 13. mars

Slowsteps og Blær koma fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis inn.

Föstudagur 14. mars

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni „Kvöldstund með Vebeth“ munu eiga sér stað á Café Ray Liotta á Hverfisgötu (neðri hæðin á Celtic Cross). Vebeth er hópur tónlistar og myndlistafólks sem aðhyllist svipaða fagurfræði og hafa m.a gefið út plötur undir merkjum Vebeth.

Hús opnar           21:00

russian.girls         22:00

Pink Street Boys  23:00

Two Step Horror    0:00

Straumur (Óli Dóri) tekur við sem dj á milli setta og heldur áfram út í nóttina að loknum tónleikum.

 

Hljómsveitin Babies heldur tónleika á Bast. Það er ókeypis inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

Kanadíski hljóðlistamaðurinn Tim Hecker kemur fram í Mengi, Óðinsgötu 2. Miðaverð á tónleikana er 3.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

 

 

Laugardagur 15. mars 

 

Hljómsveitin Mono Town kemur fram í Lucky Records. Aðgangur er ókeypis og hefjast tónleikarnir klukkan 15:00.

 

Daníel Böðvarsson og Magnús T. Eliassen sem skipa annan helming hljómsveitarinnar Moses Hightower halda tónleika í Mengi.  Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

 

Just Another Snake Cult fagna útgáfu á annari annarri breiðskífu sinni Cupid Makes a Fool of Me sem kom út undir lok síðasta árs með tónleikum á Kex Hostel ásamt Mr. Silla. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega 21:30. Diskurinn mun verða til sölu á sérstöku tilboðsverði, 1.500 kr.  Frítt er inn á tónleikana.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *