Enska indí dúóið Summer Camp gefur út sjálftitlaða plötu þann 9. september og í tilefni af því hefur bandið sent frá sér smáskífuna „Fresh“. Þetta verður önnur breiðskífa hljómsveitarinnar sem gaf út frumraun sína Wolcome To Condale sem var innblásin af 80‘ synthapoppi árið 2011.
Summer Camp (platan) mun innihalda 12 lög og er „Fresh“ fyrsta smáskífan sem heyrist af plötunni. Lagið ber nafn með rentu, ferskt gítarplokk, grúví bassi í takt við seiðandi rödd Elizabeth Sankey, ávanabindandi viðlag og ætti heima á flestum dansvænum diskótekum.