Reykvíski tónlistarmaðurinn Borko sendir í dag frá sér lagið Born to be Free. Lagið er titillag væntanlegrar breiðskífu og verður fáanlegt á tónlistarveitunni Gogoyoko í dag og á öðrum rafrænum tónlistarveitum í kjölfarið. “B-hlið” smáskífunnar inniheldur endurhljóðblöndun af laginu eftir raftónlistarmanninn Hermigervil. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan, auk endurhljóðblöndunnar.
Born to be Free (single version)
Born to be Free (Hermigervill Remix)