Straumur 15. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá SBTRKT, Slow Magic, Goat, Mr Twin Sister, Ryan Adams og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 15. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Everybody Knows – SBTRKT
2) Problem Solved (ft. Jessie Ware) – SBTRKT
3) Gon Stay (ft. Sampha) – SBTRKT
4) Our Love (Daphni mix) – Caribou
5) Girls – Slow Magic
6) Waited 4 U – Slow Magic
7) Unfurla – Clark
8) Needle and a Knife – Tennis
9) In The House Of Yes – Mr Twin Sister
10) Twelfe Angels – Mr Twin Sister
11) Beautiful Thing – King Tuff
12) Words – Goat
13) Goatslaves – Goat
14) Kim – Ryan Adams

Tónleikar helgarinnar 12-13. september 2014

Föstudagur 12. september

– Októberfest fer fram í tjaldi við Háskóla Íslands

Svæðið opnar kl. 20:30
Major Pink 21.00
RVK Dætur 21.40
Gauti 22.40
Úlfur Úlfur 23.10
Dikta 00.00
Jón Jónsson 01.00
Ojbarasta 02.00

Nova tjald
Housekell og Unnsteinn Manuel 22:30

 

– Brött Brekka, Bob og Caterpillarmen halda tónleika á Dillon.

– Naðra, Misþyrming og Úrhrak koma fram á Gauknum.

 

 

Laugardagur 13. september

– Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram á tónleikum á Húrra, laugardagsvködlið 13. september. Á tónleikunum hyggst hljómsveitin frumflytja ný lög í bland við eldra efni. Eftir tónleikana hyggst sveitin jafnframt taka sér smá hlé frá tónleikahaldi og einbeita sér að því að klára nýtt efni í hljóðverinu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og miðaverð er 2.000 kr. Eingöngu selt við hurð.

 

– Soffía Björg kemur fram í Mengi ásamt hljómsveit og mun flytja tónlist með extra skammt af tilfinningum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.

 

– Októberfest fer fram í tjaldi við Háskóla Íslands

Svæðið opnar kl. 22 og fyrsta hljómsveit byrjar kl. 23.

Páll Óskar 23.00
Steindi og Bent 23.30
Friðirk Dór 00.10
Amabadama 01.00

Nova tjald
DJ Margeir og Högni Egilsson 23:00

Straumur 8. september 2014

 

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni m.a. frá Tv On The Radio, Aphex Twin, Julian Casablancas, Flying Lotus, Skuggasvein og Caribou. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 8. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Happy Idiot – Tv On The Radio
2) minipops 67 [120.2][source field mix] – Aphex Twin
3) HIGHER (ft. Raury) – SBTRKT
4) Put Your Number In My Phone – Ariel Pink
5) Human Sadness – Julian Casablancas + The Voidz
6) Never Catch Me (ft. Kendrick Lamar) – Flying Lotus
7) Can’t Do Without You (Tale Of Us & Mano Le Tough remix) – Caribou
8) Cheap Talk – Death From Above 1979
9) Sundara – Odesza
10) For Us (ft. Briana Marela) – Odesza
11) Eldskírn – Skuggasveinn
12) Ooo – Karen O
13) Visits – Karen O
14) Native Korean Rock – Karen O

 

Tónleikar helgarinnar 4.-6. september

Fimmtudagur 4. september

 

Óregla og Bangoura Bandið koma fram á Gauknum. Tónleikarnir hefjast 22:00 og 1000 krónur veita aðgang að gleðinni.

 

Föstudagur 5. september

 

GusGus efna til útgáfutónleika fyrir nýjustu breiðskífu sína, Mexico, í Listasafni Reykjavíkur. Mexico kom út í vor og hefur hlotið prýðisdóma víðast hvar og er ein besta íslenska plata þess sem liðið er af árinu að mati Straums. Tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 5000 krónur.

 

Hljómsveitin Hjaltalín sem samið hefur tónlist við kvikmyndina Days of Gray munu flytja tónlist sína live undir sýningu myndarinnar í Kaldalónssal Hörpu. Kvikmyndatónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 3900 krónur.

 

Kría Brekkan spilar á tónleikum í Mengi. Kría Brekkan er Kristín Anna Valtýsdóttir; tónlistarkona, gjörningarlistamaður, lambaljósmóðir, stjörnuspekingur, myndlistar-og handverkskona, hænsna- og bílabóndi, hugmyndaarkítekt og áhugamanneskja um tengsl manneskjunnar við stokka, steina, sólkerfið sjálft, segulsvið þess og aðdráttarafl alls hvort heldur sem er eður ei. Hún mun leika og syngja frumsamin píanólög og tónleikarnir hefjast 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Dimma og Nykur efna til þungarokksveislu á Gauknum sem hefst 22:00 og það kostar 1500 krónur inn.

 

Laugardagur 6. september

 

Uni Stefson og Young Karin leiða saman hesta sína á Kex Hostel. Uni Stefson er sólóverkefni Unnsteins Manuels Stefánssonar, söngvara Retro Stefson. Young Karin er samstarfsverkefni Loga Pedro og Karin Sveinsdóttur og kom sú sveit fyrst fram á sjónarsviðið undir nafninu Highlands árið 2013. Logi er eins margir vita bróðir Unnsteins og einnig meðlimur í Retro Stefson. Tónlist Uni Stefson og Young Karin er á margan hátt settlegri og jafnvel dramatískari en hljómsveit þeirra bræðra. Fyrsta smáskífa Uni Stefson leit dagsins ljós fyrir skömmu og heitir „Engin Grætur“ og var samin fyrr á árinu af Unnsteini í Berlín. Það fyrsta sem heyrðist frá Young Karin var smáskífan „Hearts“ og spannar hljóðheimur þeirra allt frá hip hop til listræns rafpopps.Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Rappkvennaherinn Reykjavíkurdætur kemur fram á Dillon en tónleikarnir hefjast stundvíslega 23:00 og það kostar 500 kall inn.

 

Tónlistarmaðurinn Loji kemur fram í Mengi. Loji er frá Reykjavík og spilar einnig tónlist undir eigin nafni. Hann hefur spilað með tveimur vinum sínum þeim Grím & Jóni síðan 2013 og saman spila þeir draumkennda popptónlist um lífið, vini og alheiminn. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Nýtt lag með Aphex Twin

Fyrsta lagið af nýjustu plötu Aphex Twin sem er beðið með mikilli eftirvæntingu um allan heim var að detta á netið. Lagið ber hinn þjála titil Minipops 67 [120.2][Source Field Mix] og er löðrandi í fingraförum rafmeistarans sem hefur greinilega engu gleymt. Aphex Twin gaf út síðustu breiðskífu sína, Drukqs, árið 2001 þannig að aðdáendur eru orðnir langeygðir eftir Syro sem kemur út þann 23. september. Minipops 67 er með níðþungum og brotnum takti í bland við draugalegar raddið og bjagaða píanóhljóma og hefði ekki getað komið frá neinum öðrum en sjení-inu sjálfu. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.

Fyrsta myndbandið frá Sindra Eldon

Tónlistarmaðurinn Sindri Eldon gefur út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Bitter & Resentful þann 6. október. Sindri sendi í gær frá sér sitt fyrsta myndband sem er við lagið Honeydew og var gert af honum sjálfum auk Rútar Skærings N. Sigurjónssonar. Sindri hefur komið víða við  á tónlistarferlli sínum og hefur m.a. verið meðlimur í hljómsveitum á borð við Dáðadrengi, Slugs og Dynamo Fog.

Straumur 1. september 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Slow Magic, QT, Shon, Zammuto, Interpol, Blonde Redhead og mörgum fleirum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 1. september 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Hey QT – QT
2) Waiting For You – Slow Magic
3) Cat On Tin Roof – Blonde Redhead
4) No More Honey – Blonde Redhead
5) Want Your Feeling – Jessie Ware
6) Begging For Thread – Banks
7) Gamma Ray (Legowelt remix) – Richard Fearless
8) IO – Zammuto
9) Electric Ant – Zammuto
10) All The Rage Back Home – Interpol
11) Everything Is Wrong – Interpol
12) The Chase – Sohn
13) West Coast (Coconuts Records cover) – Mainland
14) This Is The End – Asonat

Tónleikar helgarinnar 28. – 30. ágúst

 

 

Fimmtudagur 28. ágúst 

Elín Ey kemur fram á Hlemmur Square klukkan 20:00. Það er frítt inn.

 

Yagya, Buspin Jeber og Oracle koma fram á Heiladans á Bravó. Aðgangur ókeypis og fjörið hefst klukkan 21:00

 

Audionation, Andrea og vinir halda tónleika á Gaunknum. Það kostar 1000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

Breski dúettinn The Honey Ants kemur fram  á efri hæð Dillon kl. 22.00. Um upphitun sér íslenska sveitin Himbrimi. Frítt er inn á tónleikana.

 

Sonic Electric og Touching Those Things koma fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn. Sonic Electric blandar óræðum töktum og tilraunakenndum hávaða saman við spuna ýmissa hljóða sem mynduð eru á staðnum. Touching Those Things er hugarfóstur listamannsins Leah Beeferman frá New York.

 

 

Föstudagur 29. ágúst

Útgáfuteiti fyrir fyrstu plötu Pink Street Boys fer fram á Húrra. Ásamt þeim koma fram: Skelkur í bringu, Panos From Komodo, Rattofer og DJ Musician. Teitið hefst klukkan 22:00 og það kostar 500 kr inn

 

Beebee and the bluebirds og Skúl Mennski koma fram á Gauknum. Aðgangseyrir er 1500 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 21:30

 

Kveðjupartý hljómsveitarinnar Morgan Kane fer fram á Bar 11 en ásamt þeim munu Pungsig og Saktmóðigur spila. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 22:30.

 

Laugardagur 30. ágúst

 

Hljómsveitin Leaves kemur fram á Dillon og mun taka lög af sinni nýjustu breiðskífu. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það kostar 500 krónur inn.

Önnur plata Asonat

Íslenska rafpoppsveitin Asonat gefur út sína aðra plötu þann 30. september. Á nýju skífunni er upprunalega tvíeykið með þá Jónas Þór Guðmundsson (Ruxpin) og Fannar Ásgrímsson (Plastik Joy) innanborðs orðið að tríói með innkomu frönsku söngkonunnar Olènu Simon. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru búsettir bæði í Reykjavík og Tallinn þá átti gerð breiðskífunnar sér langan aðdraganda, en líkt og nafn skífunnar gefur til kynna þá er það sú óræða tenging milli meðlima sveitarinnar sem gerir hana svo sérstaka og áhugaverða.

Samkvæmt hjómsveitinni er Þema skífunnar tenging milli einstaklinga – eða réttara sagt skortur á tengingu. “Lögin hafa að geyma texta um glötuð tækifæri og glataðar tengingar milli ástvina.”. Á plötunni eru tíu frumsamin lög með sveitinni og er hér á ferðinni ein af betri útgáfum á Íslandi á þessu ári. Hápunktar plötunnar eru hið fallega opnunarlag Quiet Storm, hið draumkennda Rather Interesting og lokalagið This Is The End þar sem Simon syngur á móðurmáli sínu. Platan var til umfjöllunar í síðasta þætti af Straumi og má heyra lögin Quiet Storm og Rather Interesting í þættinum á 36. mínútu.

Straumur 25. ágúst 2014 by Straumur on Mixcloud

Hér fyrir neðan má sjá þá Jónas og Fannar koma fram í listasmiðju í Rússlandi í fyrra.

Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200.
Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um hafa hraðar hendur en undanfarin ár hefur selst upp á hátíðina í byrjun september.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:
Anna Calvi (UK)
How To Dress Well (US)
Sin Fang
Eskmo (US)
Mugison
Pétur Ben
Ylja
Yumi Zouma (NZ)
Kiasmos
dj. flugvél og geimskip
Low Roar
La Luz (US)
Horse Thief (US)
Mr. Silla
Amabadama
Lára Rúnars
Kira Kira
Ibibio Sound Machine (UK)
Greys (CA)
Kría Brekkan
Hafdís Huld
Boogie Trouble
Vox Mod (US)
M-Band
Auxpan
Yamaho
Thor
Exos
Yagya
Octal
Ruxpin
Amaury
Byrta (FO)
Gengahr (UK)
Sometime
Momentum
BNNT (PL)
Stara Rzeka (PL)
Lord Pusswhip
Óbó
Rúnar Þórisson
Alvia Islandia
Geislar

Þeir bætast í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The Knife, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök.