POSTILJONEN gefa út lag og plata á leiðinni

Skandinavíska tríóið POSTILJONEN hefur sent frá sér lagið „Atlantis“ af væntanlegum frumburði þeirra Skyer sem kemur út 22. júlí. Hljómsveitin saman stendur af norsku söngkonunni Miu Bøe og fjölhæfu tónlistarmönnunum Daniel Sjörs og Joel Nyström sem koma frá Svíðþjóð. Skyer einkennist af ljúfu draumkenndu rafpoppi og ekki skemma saxafón sólóin og sumarlegir ambiant tónar fyrir sem minna helst á hljómsveitirnar M83 og Air. Mia Bøe bindur lögin vel saman með heillandi dularfullri rödd  sem gerir POSTILJONEN að seiðandi tónum sem vert er að gefa hlustun.
Þó enn séu rúmar tvær vikur í útgáfu Skyer er platan aðgengileg á Spotify og hægt er að gæða sér á henni í heild sinni þar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *