Kanadíski tónlistarmaðurinn Teen Daze gefur út aðra plötu sína á þessu ári þann 6. nóvember næstkomandi. Platan sem fylgir á eftir hinni frábæru All Of Us Together heitir The Inner Mansions. Teen Daze gaf út fyrstu smáskífuna af plötunni í dag sem nefnist New Life. Hlustið á það hér fyrir neðan.