Önnur plata Grouplove aðgengileg

 

Bandraríska stuðsveitin Grouplove gefur út sína aðra breiðskífu Spreading Rumours þann 17. september en hún er nú þegar aðgengileg á veraldarvefnum.  Frumburður bandsins Never Trust A Happy Song kom út árið 2011 og innihélt platan meðal annars lögin „Itchin On A Photograph“, „Colours“ og „Tounge Tied“ sem ætti að svíða í eyrum flestra eftir að Coca Cola misþyrmdi laginu rækilega í auglýsingaherferð.
Spreading Rumours er enginn stökkbreyting frá fyrri plötunni og inniheldur hún pumpandi harðkjarna popp þar sem lög eins og „Ways To Go“, „Hippy Hill“ og Pixies-lega lagið „Raspberry“ standa öðrum framar.

Hlustaðu á Spreading Rumours hér

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *