Reykvíska hljómsveitin Fufanu undirbýr nú útgáfu af plötu númer tvö og gaf í gær út lagið Sports sem verður á henni. Lagið er einstaklega vel heppnað og má greina krautrock-áhrif í því. Sports kom út ásamt myndbandi sem er í senn glæsilegt og frumlegt en það er tekið upp í einni töku og má horfa á það hér að neðan.