Tónleikar helgarinnar 9. – 12. október 2014

Fimmtudagur 9. október

– Tónleikar á Gauknum þar sem fram koma:

// LORD PU$$WHIP
// LAFONTAINE
// KEX VERK KLAN (Elli Grill)
// QUADRUPLOS
1000 kr. inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00

– Soffía Björg og Pétur Ben koma fram á Húrra. Pétur byrjar kvöldið með akústískt sett og setur tóninn fyrir Soffia Björg Band sem tekur svo við, en hljómsveitina skipa; Örn Eldjárn, Ingibjörg Elsa Turchi, Þorvaldur Ingveldarson og Tómas Jónsson. Tónleikarnir byrja kl 21.00 og er aðgangseyrir 2000 kr.

– Roland Hartwell Jr. kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast 20:00 og það er ókeypis inn.

 

 

Föstudagur 10. október 

 

– My bubba munu leika nokkur lög í Mengi af nýju plötu sinni Goes abroader klukkan 12:00.  Tónleikarnir í Mengi marka upphaf tveggja mánaða tónleikaferðalags um Evrópu, þar sem þær munu m.a. hita upp fyrir Damien Rice.Tónleikarnir kosta 1500 krónur fyrir þá sem ekki eru svangir en þeir sem vilja súpu og brauð með tónlistinni greiða 2500 krónur.

– Raftónlistarmaðurinn Pye Corner Audio kemur fram í Mengi ásamt íslensku hljómsveitinni Good Moon Deer. Miðaverð er 2000 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

 

– Einn af aðalviðburðum í kynningarviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands undir heitinu Sterkar stelpur – sterk samfélög, eru stórtónleikar í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, klukkan 20 í Iðnó. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Fram koma: Mammút, Young Karin, Himbrimi, Reykjavíkurdætur, Boogie Trouble, Una Stef, Alvia Islandia, Soffía Björg,Laufey og Júnía, sigurvegarar Söngkeppni Samfés.

 

– Hljómsveitin Samaris heldur útgáfutónleika fyrir plötu sína Silkidrangar í Þjóðleikhúskjallaranum. Um upphitun sér hljómsveitin Gervisykur. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22. Miðaverð er kr. 2.000 og miðar verða seldir við hurð og á Miði.is

 

Laugardagur 11. október

 

– Hinn einstaki þýski plötusnúður Marc Romboy kemur fram á skemmtistaðnum Húrra laugardagskvöldið 11. október. Ásamt Romboy munu íslensku snúðarnir Oculus, Yamaho og Steindór Jónsson koma fram. í þessu tilefni verður rosalegt Function 1 hljóðkerfi sett upp á staðnum til að ná geðveikri klúbbastemmingu. Kvöldið hefst á slaginu 22:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

– Raftónlistarmaðurinn Pye Corner Audio kemur fram á Palóma ásamt íslensku hljómsveitinni DEEP PEAK. Miðaverð er 1000 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Sunnudagur 12. október

– Költ-bandið The Burning Hell frá Petersborough í Ontario í Kanada spilar á ókeypis tónleikum á Kex Hostel sem hefjast á slaginu 21:00.

– Rósa Guðrún Sveinsdóttir ætlar að fagna útgáfu fyrstu sólóplötunnar sinnar Strengur Stranda með útgáfutónleikum í Iðnó. Miðaverð er 2500kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

– Syrgir Digurljón kemur fram á Húrra klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Phédre á Íslandi

Hin magnaða kanadíska hljómsveit Phédre sem átti lag ársins 2012 á þessari síðu kemur fram á sumarfögnuði Straums  á Kex Hostel laugardaginn 3. maí. Ken Park sem líkt og Phédre kemur frá Montreal mun einnig koma fram, auk íslensku hljómsveitarinnar Nolo. Söngkona Phédre April Aliermo verður í viðtali í Straumi næsta mánudagskvöld á X-inu 977!

Tónleikahelgin 23. – 27. apríl 2014

Miðvikudagur 23. apríl 

Hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band leikur á Gamla gauknum í tilefni að tónleikaferð sveitarinnar um evrópulöndin Þýskaland, Austurríki, Sviss, Tékkland og Ungverjaland í tilefni af útgáfu hljómplötunnar 4 Hliðar í evrópu. Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og miðaverð er 1500 kr. 

 

Pólska tónlistarkonan Katarzyna Nowak spilar á ókeypis tónleikum innan ramma hátíðarinnar List án landamæra á Rósenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og auk Nowak koma Steinunn Ágústsdóttir, Benni Hemm og Stuðboltarnir fram. 

 

Fimmtudagur 24. apríl 

Í tilefni af bæði hækkandi sól og útgáfu Brighter Days, þriðju breiðskífu FM Belfast, verður blásið til sumargleði í Mengi á Sumardaginn fyrsta frá 16:00 – 18:00. Sannkölluð sumarstemming verður í gangi: bræðurnir Hilmar Guðjónsson og Lalli töframaður verða að minnsta kosti með eitt skemmtiatriði, DJ set frá FM Belfast þar sem spiluð verða lög af nýju plötunni í bland við aðra slagara, grillaðar verða bulsur og pulsur, flutt verður eins og ein ræða og að lokum verður frumsýnt glænýtt tónlistarmyndband eftir Magnús Leifsson við Brighter Days titillag plötunnar. Það er frítt inn.

 

 

Ben Frost frumflytur sitt nýjasta verk, A U R O R A á Kaffibarnum. Tónleikarnir hefjast klukka 18 og það er frítt inn. 

 

FUTUREGRAPHER, ORANG VOLANTE, TANYA & MARLON og DJ DORRIT koma fram á Heiladans 34 á Bravó. Fjörið byrjar 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Hljómsveitirnar kimono, Sin Fang og Oyama leiða hesta sína saman á Gamla Gauknum. Húsið opnar 21:00 og fyrsta band byrjar 22:00. 1500 kr inn.

 

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn heldur tónleikar á Rósenberg ásamt hljómsveit þar sem hún spilar brot af sínum uppáhalds jazzlögum. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Föstudagur 25. apríl 

Shahzad Ismaily bandarískur tónlistarmaður af pakistönskum uppruna kemur fram í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 

 

Skotinn Mick Hargan og kanadabúinn Sarah Noni spila á fyrsta kvöldi á tónlistarhátíðinni Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn. 

 

Futuregrapher, AMFJ, Krakkkbot, russian.girls, Chris Sea og DJ Myth & Lazybones koma fram á Cafe Ray Liotta á sérstöku raftónlistarkvöldi Rhythm Box Social. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr. inn. 

 

Laugardagur 26. apríl 

 

Danska tónskáldið & spunameistarinn Anne Andersson kemur fram í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 

 

Bluegrass hljómsveitin Illgresi kemur fram ásamt Skúla mennska á öðru kvöldi  tónlistarhátíðarinnar Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn. 

 

Ljónagryfja Reykjavíkurdætra fer fram á The Celtic Cross og Café Ray Liotta. 

Neðri hæð (Café Ray Liotta) 

19:00 – Fríyrkjan

20:00 – Ribbaldar

20:45 – Sparkle Poision

21:30 — Hljómsveitt

22:15 – Kælan Mikla

23:00 — In The Company of Men

23:45 — Conflictions

00:30 — Captain Fufanu

01:15 — Mc Bjór og bland

– LEYNIGESTIR –

02:00 – Reykjavíkurdætur

Efri hæð (The Celtic Cross) 

19:00 – 20:30 + 23:00 – 00:00 = LAUST FYRIR SKRÁÐA

20:30 — Bláfugl

21:00 — Hjalti Jón Sverrisson

21:30 — Múfasa Makeover

22:00 — Karólína rappari

22:15 — Cryptochrome

23:00 — Tuttugu

00:00 -03:00 = Dj Cream n’ Suga

 

 

Sunnudagur 27. apríl 

 

Norsku tónlistarmennirnir David Pavels og M. Rodgers koma fram á þriðja kvöldi tónlistarhátíðarinnar Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn.

 

Tónleikahelgin 10. – 12. apríl

Fimmtudagur 10. apríl 

Kammersveit Hallvarðs Ásgeirssonar kemur fram í Mengi við Óðinsgötu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn. 

Bugun, Drulla og Pungsig koma fram á Dillon. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

Á Gamla Gauknum heldur hátíðin Gerum upp Gaukinn áfram með rapp og hipp hopp kvöldi þar sem Reykjavíkurdætur, Cryptochrome, Cesar A, Lamako og MC Bjór og Bland koma fram.  Festivalpassi kostar 5000 kr en stök kvöld 1500 kr. Húsið opnar 21:00

 

Föstudagur 11. apríl 

Belgíska hljómsveitin Augures kemur fram í Lucky Records klukkan 16:15

Sin Fang tónleikar í Mengi við Óðinsgötu. Miðaverð er 2000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

Hljómsveitirnar Elín Helena, Morgan Kane og Pungsig leiða saman hesta sína með tónleikum á Dillon. Frítt inn og hefjast leikar klukkan 21:35

Canis og Trust The Lies halda tónleika á Dillon. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

Á Gamla Gauknum heldur hátíðin Gerum upp Gaukinn áfram með þunkarokks kvöldi þar sem Darknote, Wistaria, Endless Dark, Bootlegs, Angist og Muck koma fram.  Húsið opnar 21:00

 

 

Laugardagur 12. apríl 

Á Gamla Gauknum fer fram lokakvöld hátíðarinnar Gerum upp Gaukinn með með tónleikum frá Nolo, Kviku, Johnny and the rest og kimono. Húsið opnar 21:00

Belgíska hljómsveitin Augures kemur fram ásamt Godchilla og Pyrodulia á Harlem. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Blúshátíð í Reykjavík hefst  kl. 14 á Skólavörðustígnum með böski frá  fremstu blúsurum landsins.  Landslið blúsara böska frá kirkju og niðurúr. Tónleikar á Borgarbókasafni kl 16. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana en hátíðin stendur til 17. apríl. 

Tónleikahelgin 13. – 15. mars

Fimmtudagur 13. mars

Slowsteps og Blær koma fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og það er ókeypis inn.

Föstudagur 14. mars

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni „Kvöldstund með Vebeth“ munu eiga sér stað á Café Ray Liotta á Hverfisgötu (neðri hæðin á Celtic Cross). Vebeth er hópur tónlistar og myndlistafólks sem aðhyllist svipaða fagurfræði og hafa m.a gefið út plötur undir merkjum Vebeth.

Hús opnar           21:00

russian.girls         22:00

Pink Street Boys  23:00

Two Step Horror    0:00

Straumur (Óli Dóri) tekur við sem dj á milli setta og heldur áfram út í nóttina að loknum tónleikum.

 

Hljómsveitin Babies heldur tónleika á Bast. Það er ókeypis inn og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00.

 

Kanadíski hljóðlistamaðurinn Tim Hecker kemur fram í Mengi, Óðinsgötu 2. Miðaverð á tónleikana er 3.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

 

 

Laugardagur 15. mars 

 

Hljómsveitin Mono Town kemur fram í Lucky Records. Aðgangur er ókeypis og hefjast tónleikarnir klukkan 15:00.

 

Daníel Böðvarsson og Magnús T. Eliassen sem skipa annan helming hljómsveitarinnar Moses Hightower halda tónleika í Mengi.  Miðaverð á tónleikana er 2.000 kr og hefjast þeir kl. 21:00

 

Just Another Snake Cult fagna útgáfu á annari annarri breiðskífu sinni Cupid Makes a Fool of Me sem kom út undir lok síðasta árs með tónleikum á Kex Hostel ásamt Mr. Silla. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega 21:30. Diskurinn mun verða til sölu á sérstöku tilboðsverði, 1.500 kr.  Frítt er inn á tónleikana.

Tónleikar vikunnar 27. febrúar – 2. mars

Miðvikudagur 26. febrúar

Sin Fang og Hudson Wayne koma fram á Harlem Bar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr í reiðufé inn.

Fimmtudagur 27. febrúar

Hljómsveitin “Skuggamyndir frá Býsans”  heldur tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2. Efnisskráin er samsett af þjóðlegri tónlist frá Búlgaríu, Tyrklandi, Makedóníu og Grikklandi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Brilliantinus, Gunnar Jónsson Collider, EINAR INDRA  og russians.girls (live) koma fram á Heiladans 32 á Bravó. Heiladansinn byrjar kl. 21 en DJ Dorrit sér um að koma fólkinu í gírinn.

Hljómsveitin Kiss the Coyote heldur tónleika Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt  inn.

Emmsjé Gauti heldur frumsýningarparty fyrir nýtt myndband á Prikinu. Partýið er frá 8-10 en eftir það taka YOUNG ONES við spilurunum.

Tónleikur heldur sína 7. tónleikaröð á Stúdentakjallaranum. Eftirfarandi listamenn munu koma fram: Tinna Katrín, Stefán Atli, Unnur Sara, Silja Rós, Tré og Slowsteps. Það er ókeypis inn og byrja tónleikarnir klukkan 21:00

Loji kemur fram á Hlemmur Square. Loji er hljómsveit sem spilar indí skotið pop. Hljómsveitin samanstendur af Grími Erni Grímssyni, Jóni Þorsteinssyni og Loji Höskuldsson. Loji er búin að gefa út tvær plötur Skyndiskissur og Samansafn en sú síðarnefnda kom út í októbermánuði 2013. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.

Föstudagur 28. febrúar 

 

Kristín Þóra heldur tónleika í Mengi. Kristín spinnur víólu- og hljóðvef um eigin lagasmíðar og fær til liðs við sig góða gesti. Kristín er víóluleikari með meiru og hefur starfað með fjölda hljómsveita og listamanna undanfarin ár. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Laugardagur 1. mars

Blacklisted, kimona, Grísalappalísa, Klikk, Kælan Mikla og Ofvitarnir koma fram í Hellingum í TÞM. Tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa og hefjast klukkan 18:00. Það kostar 1000 krónur inn.

Low Roar blæs til tónleika í Mengi. Sveitin er stofnuð af Ryan Karazija sem fluttist til Íslands frá San Francisco. Tónleikarnir í Mengi marka þá fyrstu í tónleikaferð Low Roar til kynningar á nýrri breiðskífu þar sem sveitin spilar t.a.m. 9 sinnum í Póllandi næstu 9 daga eftir tónleikana í Mengi.Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Sunnudagur 2. mars

KÍTÓN kynnir TÓNAR OG FLÆÐI í opnum rýmum Hörpu frá kl. 13.00 – 17.00. Fram koma í hornum Hörpu tónlistarkonur úr öllum áttum. Ókeypis aðgangur!

MUNNHARPAN

13.00 – 13.20 – Kristjana Arngrímsdóttir

14.00 – 14.20 – Brother Grass

15.00 – 15.20 – Rósa Guðrún Sveinsdóttir

16.00 – 16.20 – Magnetosphere

 

YOKO – HORNIÐ

13.20 – 13.40 – Adda

14.20 – 14.40 – Guðrún Árný

15.20 – 15.40 – Mamiko Dís,

16.20 – 16.40 – Nína Margrét Grímsdóttir,

 

NORÐURBRYGGJA

13.40 – 14.00 – Íris

14.40 – 15.00 – Bláskjár

15.40 – 16.00 – Brynhildur Oddsdóttir

16.40 – 17.00 – Una Stef

Tónleikahelgin 12.-16. febrúar 2014

Miðvikudagur 12. febrúar

KEX Hostel býður upp á tónleika með hljómsveitinni Sykur og tónlistarkonunni Cell7. Tónleikarnir fara fram á Sæmundi í sparifötunum, veitingastað hostelsins og hefjast kl. 20:30. Hljómsveitin Sykur mun nota tækifærið og frumflytja nokkur ný lög og Cell7 mun flytja lög af breiðskífunni CellF.

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spilar á Slippbarnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Fimmtudagur 13. febrúar 

Sónar Reykjavík hefst þetta kvöld og m.a þeirra sem koma fram eru Rycuichi Sakamoto & TaylorDeupree, GusGus, Good Moon Dear, Tonic, Introbeats, Hermigervil ásamt mörgum öðrum.  Hér má sjá dagskrána.

Tónlistarmaðurinn Andri Ásgrímsson er fer fyrir hljómsveitinni RIF. Spilar lög af væntanlægri plötu sveitarinnar á Hlemmur square. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og það er frítt inn.

Mikeal Máni Ásmundsson & Anna Gréta Sigurðardóttir koma fram í Mengi. Það kostar 2000 krónur inn og hefjast tónleikarnir 21:00.

 

 

Föstudagur 14. febrúar

 

Sónar Reykjavík heldur áfram. Tónleikar m.a frá Bonobo, Paul Kalkbrenner, Starwalker, Kiasmos, When Saint Go Machine, Jon Hopkins og mörgum öðrum.  Hér má sjá dagskrána.

 

Hljómsveitirnar Skepna og Strigaskór nr.42 halda tónleika á Dillon. Kvöldið hefst klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

Ólafur Björn Ólafsson sem hefur starfað með ýmsum hljómsveitum og listamönnum síðustu ár s.s. Yukatan, Kanada, Stórsveit Nix Noltes, Jónsa og nú síðast með Sigur Rós á tónleikaferðalagi þeirra um heiminn mun troða upp í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

Laugardagur 15. febrúar

Síðasti dagur Sónar Reykjavík, tónleikar og dj-sett með Daphni, Major Lazer, Fm Belfast, Sísý Ey, Hjaltalín, James Holden, Trentemöller, Evian Christ, Sykur, Ojba Rasta, Low Roar og mörgum öðrum. Hér má sjá dagskrána.

 

Páll Ivan frá Eiðum sem hefur komið víða við í hljóð og sjónlistum  mun halda tónleika í Mengi. í þetta sinn verður lögð höfuð áhersla á hljóðið því að á tónleikum Páls Ivans verður ekkert að sjá heldur verður dregið fyrir þannig að áhorfendur neyðast til að verða áheyrendur að miklu sjónarspili. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

 

 

Sunnudagur 16. febrúar

 

Hin goðsagnakennda rafsveit The Zuckakis Mondeyano Projcet snýr aftur til að spila eitt gigg á Palóma áður en meðlimir hljómsveitarinnar halda aftur til Danmerkur og Japan. Upphitun mun vera í höndum DJ Kocoon, viðburðurinn byrjar á slaginu 20:00 en tónleikarnir 21:00.

Tónleikahelgin 16. – 18. janúar

Fimmtudagur 16. janúar

Snorri Helgason kemur einn fram í menningarhúsinu Mengi að Óðinsgötu 2 vopnaður alls kyns gíturum og banjó & mun spila gamla þjóðlaga- & sálartónlist eftir aðra ásamt nóg af nýrri, frumsaminni tónlist. Aðgangseyrir er 2000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

Good Moon Deer spila á tónleikum á Harlem ásamt dj flugvél og geimskip og Just Another Snake Cult. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og kostar 1000 kr inn.

Metalböndin Aeterna, Narthrall og Wistaria koma fram á Gamla Gauknum. Frítt inn.

 

Föstudagur 17. janúar

Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta heldur útgáfutónleika á nýrri plötu sinni, Línur í menningarhúsinu Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

Skúli mennski blæs til sóknar 2014 og heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Café Rosenberg. Tónleikarnir hefjast því sem næst á slaginu 22:00 og það kostar 1500 krónur inn.

Á Gamla Gauknum munu Cell7, Amaba Dama, Les Ballet Barkan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pje og Ribbaldarnir sjóða saman heljarinnar tónlistarveislu til að fagna nýju ári. Húsið opnar kl.21 og tónleikarnir hefjast kl.22. Aðgangseyrir er 1000 kr

 

 

Laugardagur 18. Januar

dj. flugvél og geimskip kemur fram í Mengi.  Aðgangseyrir er 2000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

 

Jólaplögg Record Records

Hið árlega Jólaplögg Record Records verður haldið hátíðlegt á Gamla Gauknum og Harlem á laugardaginn. Um er að ræða einskonar mini-festival þar sem tónleikagestir geta valið á milli tveggja sviða eða flakkað á milli.

Minna sviðið er á Harlem þar sem koma fram Ojba Rasta, Lay Low, Vök og Hymnalaya en stærra sviðið er á Gamla Gauknum þar sem Snorri Helga, Mammút, Leaves, Moses Hightower og skemmtaraútgáfa af Botnleðju munu koma fram.

Miðaverði er haldið í algjöru lágmarki og er aðeins 2700 kr. í forsölu!
Miðinn gildir á báða staði!

Miðasala er hafin á midi.is

DAGSKRÁIN
GAMLI GAUKURINN
21:00 Snorri Helgason
22:00 Moses Hightower
23:00 Leaves
00:00 Botnleðja (skemmtaraútgáfa)
01:00 MAMMÚT

HARLEM
21:30 Hymnalaya
22:30 Vök
23:30 Lay Low
00:30 Ojba Rasta

Tónleikar helgarinnar

Fimmtudagur 14. nóvember

Grísalappalísa heldur útgáfuteiti í tilefni af útgáfu 7″ plötunnar Syngur Megas í plötubúðinni Lucky Records frá 20:00 til 22:00. Hljómsveitin býður upp á léttar veigar, áritanir eftir óskum og þeytir skífum.

Benni Hemm Hemm, sem kemur fram í stærri mynd en nokkru sinni fyrr, fagnar útgáfu plötunnar Eliminate Evil, Revive Good Times á tónleikum á Kex Hostel klukkan 21:00. Hljómsveitin Nini Wilson hitar upp.

Hljómsveitin Dikta heldur rólega tónleika í Austurbæ sem hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2500 kr inn. 

Þórunn Antonía og Bjarni M. Sigurðarson ætla að spila nýtt efni af komandi plötu á Loftinu sem að þau hafa verið að vinna saman að í  nokkurn tíma. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

CELL7 heldur útgáfutónleika á innri sal Harlem í samvinnu við Thule. Tilefnið er útgáfa plötunnar CELLF, sem er hennar fyrsta sólóverk. Aðgangseyrir er 1000 og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00. 

 

Föstudagur 15. nóvember 

Alchemia og Why Not Jack leiða saman hesta sína á Gamla Gauknum. Tónleikarnir byrjar kl 22 og það er frítt inn.

Laugardagur 16. nóvember

klukkan 17.00 mun Epic Rain frumsýna nýtt myndband við lagið Nowhere Street í Bíó Paradís. Hljómsvetin hefur verið að leggja drög að sinni annari plötu og er hún væntanleg í byrjun næsta árs. Þetta er því fyrsta lagið sem almenningur fær að heyra af nýju plötunni. King Lucky mun spila ljúfa tóna áður en myndbandið verður sýnt og boðið verður upp á léttar veitingar.