Straumur 28. janúar 2013

Í Straumi í kvöld skoðum við nýtt efni með Ducktails, The Knife, The Ruby Suns, Torres og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld frá 23:00 á X-inu 977!

1. hluti:

      1. 236 1

2. hluti:

      2. 236 2

3. hluti:

      3. 236 3

 

1) Defiant Order – Birdy Nam Nam
2) Full Of Fire – The Knife
3) Anomaly – Doldrums
4) Higher Res (ft. Jai Paul and Little Dragon) – Big Boi
5) Gun Shy (Lindstrøm remix) – Grizzly Bear
6) Dramatikk – The Ruby Suns
7) Pretty Boy – Young Galaxy
8) One Way Trigger – The Strokes
9) Timothy Shy – Ducktails
10) Max Can’t Surf – FIDLAR
11) Wooly Mammoth – Local Natives
12) November Baby – Torres
13) When Winter’s Over – Torres
14) Numbers And Names – Ólöf Arnalds
15) Grievances – Daniel Johnston

Nýtt lag með The Strokes

Hljómsveitin The Strokes sendi frá sér lagið One Way Trigger rétt í þessu. Lagið er fyrsta nýja efnið með bandinu í tvö ár. Hlustið á það hér fyrir neðan. Fyrir tæpum tveim vikum síðan sendi útvarpsstöðin 1077 The End í Seattle frá sér tilkynningu um að hún væri með undir höndum tvö ný lög með hljómsveitinni. Annað  lagið heitir All the Time og er fyrsta smáskífan af væntanlegri fimmtu plötu sveitarinnar sem kemur út á þessu ári. Hitt hefur líklega verið One Way Trigger sem er syntha drifið og ólíkt flestu sem The Strokes hafa sent frá sér.

Nýtt efni á leiðinni með The Strokes

Útvarpsstöðin 1077 The End í Seattle skýrði frá því í dag að hún væri með undir höndum tvö ný lög með New York hljómsveitinni The Strokes. Annað  lagið heitir All the Time og er fyrsta smáskífan af væntanlegri fimmtu plötu sveitarinnar sem kemur út á þessu ári. Samkvæmt tilkynningu frá útvarpsstöðinni eru bæði lögin stór góð og annað þeirra syntha drifið. Útvarpsstöðin fékk lögin send frá plötufyrirtæki hljómsveitarinnar RCA og bíður eftir grænu ljósi til að fá að spila þau. Hægt er að fylgjast með fréttum af þessu nýja efni á heimasíðu 1077 The End. The Strokes hafa ekki sent frá sér efni frá því að fjórða plata þeirra Angles kom út fyrir tveim árum síðan.