Jingle Bell Rocks sýnd í Bíó Paradís í kvöld

Straumur í samstarfi við Reykjavík Records Shop og Bíó Paradís sýnir heimildamyndina Jingle Bell Rocks í Bíó Paradís klukkan 20:00 í kvöld. Í myndinni er heimur “öðruvísi” jólalaga skoðaður. Talað er við plötusafnara sem safna aðeins þannig tónlist og rætt við hina ýmsu áhugamenn eins og The Flaming Lips, Run DMC og John Waters. Fyrir og eftir myndina mun plötubúðin Reykjavík Records Shop selja alls kyns jólaplötur.

 

8. desember: Happy Xmas (War Is Over) – The Flaming Lips & Yoko Ono

Í dag eru nákvæmlega 34 ár frá því að John Lennon var myrtur fyrir utan heimilið sitt í New York borg. Í tilefni af því er jólalag dagsins nýleg ábreiða The Flaming Lips & Yoko Ono á lagi þeirra hjónakorna Happy Xmas (War Is Over) sem kom út fyrir jólin 1971.