Fyrsti í Airwaves

Mynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Byrjaði kvöldið á lokatónum hinnar frábæru indí-sveitar Bagdad Brothers á KEXP Off Venue Spectacle á Kex Hostel. Spilamennskan og stemmingin til fyrirmyndar og stórgott að hefja Iceland Airwaves á jafn skemmtilegu og léttleikandi bandi og bræðrunum þrátt fyrir að ná bara þeirra síðasta lagi. Mun svo sannarlega ná fleirum á Húrra í kvöld. Næst lá leiðin á Kiriyama Family í Gamla Bíó sem spiluðu fagmannlega í þrusugóðu sándi og slógu hvergi feilnótu.

Countess Malaise er kröftugur „performer“ sem á auðvelt með að fá áhorfendur með sér sem hún sýndi með öflugu setti í Silfursalnum. Greyfynjan er með feikna gott flæði og fór með rímur sem fjölluðu um allt frá mótlæti yfir í Kalla kanínu undir taktföstu og drungalegu bíti.


View this post on Instagram

@countessmalaise #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Það var unun að sjá Auður syngja á íslensku á einkar persónlegum og sterkum tónleikum í Listasafni Reykjavíkur þar sem hann flutti efni af plötunni Afsakanir sem kom út fyrir stuttu. Auðunn var öruggur á sviðinu bakkaður upp af gospel-skotnum bakröddum, grúví bassaleik og hljómborði. Ánægulegt að sjá hann taka í gítarinn í sumum lögum. Kíkti við á Sólveigu Matthildi á Gauknum þar sem hún reiddi fram kuldarokk með áhrifum frá gamalli íslenskri dægurtónlist. 

 

 

 

View this post on Instagram

 

@auduraudur #icelandairwaves A post shared by Straumur (@straumurr) on

 

 

Special-K var án efa einn af hápunktum kvöldsins.  Hún flutti hvern indí-poppslagarann á fætur öðrum í stútfullum sal Iðnó með hljómsveit sem innhélt meðal annars Sóleyju Stefánsdóttur og  Margréti Arnarsdóttur harmonikuleikara. Hún kallaði Daða Freyr á svið í laginu I Thought I’d Be More Famous by Now sem gaf laginu dansvænan blæ. Special-K minnir á nýleg indí-bönd á borð við Frankie Cosmos og Alvvays og ætti hún svo sannarlega að vera orðin þekktari á heimsvísu.

Eftir Special-K hljóp ég aftur á Kexið til að sjá Skáta sem lokuðu dagskrá KEXP. Þetta voru hálfgerðir heimkomutónleikar fyrir þær sakir að gítarleikari hljómsveitarinnar Benedikt Reynisson hefur síðustu ár verið þeim KEXP mönnum innan handar við skipulagningu á dagskrá á Kexinu yfir Airwaves auk þess sem Skátar spiluðu oft á hátíðinni á síðasta áratug. Hljómsveitin með tvo nýja meðlimi innanborðs olli engum vonbrigðum með pönkuðu setti sem minnti á gamla tíma, líkt og maður hefði stigið inn í tímavél til ársins 2005.

 

View this post on Instagram

Skátar #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on


asdfhg. spiluðu lágstemmt og drungalegt krúttpopp á fullum Hressingarskála við góðar undirtektir áhorfenda. Allenheimer eða Atli Bollason var næstur á svið en það mátti gletta í hann á bak við tjald sem varpað var á allskyns sýru með hálfgerðum VHS filter. Einkar vel útfærð og sýrð raftónlist hjá Bollasyni. Kláraði svo kvöldið á síðustu lögum Valdimars í Gamla Bíó. Þeirra frábæru lagasmíðum var vel tekið og eiginlega ekki hægt að biðja um betri endir á sterku fyrsta kvöldi Iceland Airwaves í ár.

 

Ólafur Halldór Ólafsson

Tónleikar helgarinnar

 

Miðvikudagur 3. júlí


Hljómsveitirnar Nóra, Boogie Trouble og dj. flugvél og geimskip spila á Faktorý. Efri hæð opnar kl. 21:00, tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og það kostar litlar 1000 kr. inn.

 

Birgir Örn Steinarsson eða Biggi í Maus flytur safn laga af væntanlegri breiðskífu sinni á Loft Hostel. Auk þeirra verða leikin eldri lög úr höfundaverki Maus, Krónu og fleira í nýjum útsetningum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

 

 

Fimmtudagur 4. júlí

 

Hin árlega götuhátíð Jafningjafræðslunnar verður haldin á Austurvelli frá 14:00 til 16:00. Á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru Elín Ey, 12:00, Haffi Haff og Kjurr.

 

Hljómsveitin Blágresi ásamt Einari Má Guðmundssyni halda tónleika á Café Flóru í Grasagarðinum. Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Ragnar Árni og val kyrja munu hita upp.

 

Bandaríska skógláps bandið Mice Parade spilar á Faktory. Um upphitun sjá Nini Wilson, Kría, Bob Justman og Snorri Helgason. Miðaverð eru 1500 kr. og fer miðasalan fram við hurð. Húsið opnar 21.00 og fjörið byrjar einhvern tíma eftir það.

 

Tónleikar á café haiti með The Bangoura Band kl: 21.00 kostar 1.000 kr inn.

 

KRAKKBOT og ENKÍDÚ spila á sumartónleikaröð Bíós Paradísar í anddyri bíósins kl. 22:00 og það er ókeypis aðgangur!

 

Rauðhærði rafgeggjarinn Hermigervill spilar á Boston í kvöld í boði Funkþáttarins. Það er orðið langt um liðið síðan gervillinn spilaði síðast á landinu þannig enginn ætti að láta þetta tækifæri fram hjá sér fara. Tónleikarnir hefjast á slaginu 23:00 og aðgangseyrir er enginn. Fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verða tónleikarnir í beinni útsendingu funkþáttarins á X-inu 977.

 

Danska kráin stendur fyrir tónleikahátíð til heiðurs Hróaskelduhátíðinni 4-7 júlí og er FRÍTT inn alla helgina. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:
18:00 White Signal
19:15 Ferja
20:30 Yellow void
21:45 Kjurr

 

KEX Hostel stendur fyrir hátíðinni KEX Köntrí alla helgina þar sem bandarískri menningu verður fagnað með mat og tónlist frá Tennessee og Kentucky. Í kvöld er dagskráin þessi:
20:00 – Ryan MacGrath (CA)
21:00 – Brother Grass (IS)

 

 

Föstudagur 5. júlí

 

Tónleikar til heiðurs minningu og lífs Björns Kolbeinssonar, hann var einnig þekktur sem Bjössi Skáti og stundum sem El Buerno. Hann spilaði á bassa og gítar í hljómsveitunum Skátar, Petrograd og Boltrope og þótti oft fara framar öðrum í óbeislaðri sviðsframkomu og spilagleði. Aðgangseyrir er 1000 kr. og rennur ágóðinn til Kvennaathvarfsins. Fram koma:
Bloodgroup
Grísalappalísa
Jan Mayen
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Skátar & vinir Bjössa úr kimono & Bloodgroup

 

Hróaskelduhátíðin á Dönsku kránni heldur áfram. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:

19:00 Lame Dudes
20:15 Brimlarnir
21:30 Distort City
22:45 Stafrænn Hákon

 

KEX Köntrí heldur áfram á KEX Hostel. Í kvöld er dagskráin þessi:

20:00 – Hudson Wayne (IS)

21:00 – Blágresi (IS)

 

Laugardagur 6. júlí

 

Hróaskelduhátíðin á Dönsku kránni heldur áfram. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:

20:15 Momentum
21:30 We made god
22:45 Mammút

 

KEX Köntrí heldur áfram á KEX Hostel. Í kvöld er dagskráin þessi:

20:00 – Illgresi (IS)

21:00 – Lambchop (US)

 

 

Sunnudagur 7. júlí


Bandaríska jaðarkántrísveitin Lambchop mun enda Evróputónleikaferð sína með tónleikum í Iðnó. Lay Low mun einnig koma fram á tónleikunum. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og standa til miðnættis. Miðasala fer fram á www.midi.is og kostar 3990 kr inn.

 

Hróaskelduhátíðin á Dönsku kránni heldur áfram. Í kvöld er dagskráin á þessa leið:
18:00 Hjalti Þorkelsson
19:15 Trausti Laufdal
20:30 Myrra Rós
21:45 Bellstop