Raftónar 2013 – safnskífa

Raftónar hafa gert upp árið 2013 með því að bjóða fólki upp á að hala niður safndisk með nokkrum af bestu raftónum ársins. Árið hefur verið viðburðarríkt og sem dæmi um það fjallaði síðan um alls 14 breiðskífur, 28 stuttskífur og tvo safndiska. Safndiskurinn hefur að geyma, að mati aðstandendum síðunnar, mörg af betri lögum ársins. Raftónar er vefsíða sem fjallar um íslenska raftónlist og hefur verið starfandi frá árinu 2011. Hér er hægt að hlaða niður safndisknum.