Babyshambles með plötu í bígerð

Rokkræfillinn Pete Doherty hefur náð að halda sér nógu lengi úr fangelsi til að taka upp plötu sem er væntanleg frá hljómsveit hans Babyshambles 2. September og hefur hlotið titilinn Sequel To The Prequel. Pete býr þessa dagana í París ásamt Macauley Culkin en sá hefur þurft að sitja einn heima undanfarið á meðan félegarnir úr Babyshambles tóku upp plötuna þar um slóðir ásamt upptökustjóranum Stephen Street. Sequel To The Prequel mun innihalda 12 lög, verður þriðja plata Babyshambles og fylgir á eftir Shooter‘s Nation sem kom út árið 2007. „Nothing Comes To Nothing“ verður fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu og kemur út 26. ágúst.
„Ég vil ekki að þetta verði eitthvað hálfkák, ég vil fokking stúta þessu. Babyshambles eru ekki að snúa aftur, þetta band hefur aldrei farið.“ Sagði 34. ára gamli Doherty um Sequel To The Prequel í viðtali við NME.

„Dr. No“ verður að finna á væntanlegri plötu Babyshambles.