Iceland Airwaves tónlistarhátíðin tilkynnti fyrr í dag um yfir 20 listamenn sem munu koma fram á hátíðinni dagana 30. október til 3. nóvember á þessu ári. Þeir erlendu listamenn sem tilkynntir voru eru; AlunaGeorge, Zola Jesus, Robert Foster, Mariam The Believer, On An On, DIANA og Stealing Sheep. Þeir íslensku listamenn sem bættust í hópinn eru; Mammút, Pedro Pilatus, Muck, Grísalappalísa, Vök, In The Company Of Men, Aragrúi, Reptilicus, Rúnar Magnússon, Jónas Sen, Þóranna Dögg Björnsdótir/Trouble, Björk Viggósdóttir/Lala Alaska og AMFJ.
Tag: Pedro Pilatus
Pedro Pilatus rímixar Pascal Pinion
Logi Pedro, sem í dagvinnunni sinni höndlar bassann í Retro Stefson, framleiðir einnig raftónlist undir nafninu Pedro Pilatus og hefur gefið frá sér EP plötu og fjölda laga undir því nafni. Í dag sendi hann frá sér endurhljóðblöndun af laginu Rifrildi af nýjustu plötu Pascal Pinion. Hljómurinn er nokkuð feitari en í hinni angurværu upprunalegu útgáfu og botninn er í aðalhlutverki. Það mætti segja að þetta væri hálfgildings dubstep útgáfa og hún er tilvalin til að fleyta manni inn í helgina. Hlustið á báðar útgáfur hér fyrir neðan.