Straumur 9. september 2013

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Arcade Fire, múm, MGMT, Macinedrum, Holy Ghost!, M.I.A. Emilíönu Torrini, CHVRCHES og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu 23:00 í kvöld á X-inu 977!

Straumur 9. september 2013 by Straumur on Mixcloud

1) Candlestick – múm
2) When Girls Collide – múm
3) Reflektor – Arcade Fire
4) Come Walk With Me – M.I.A
5) Introspection – MGMT
6) An Orphan of Fortune – MGMT
7) We Sink – CHVRCHES
8) You Caught The Light – CHVRCHES
9) Caterpillar – Emilíana Torrini
10) Animal Games – Emilíana Torrini
11) Oblivion (Grimes cover) – Franz Ferdinand
12) Ships – September Girls
13) Oxfords and Wingtips – Upset
14) Gunshotta – Machinedrum
15) Center Your Love – Machinedrum
16) Bridge and Tunnel – Holy Ghost
17) In The Red – Holy Ghost
18) Lost it to trying – Son Lux
19) Underwater Snow – múm

Streymið nýjustu plötu MGMT

 

Þó sjálftitluð þriðja plata MGMT komi ekki út fyrr en 17. september hefur áhugasömum gefist tækifæri á að hlusta á plötuna í heild sinni í gegnum vefsíðuna www.rdio.com. Til að geta gætt sér á gripnum þarf að gerast notandi af síðunni og klikka sig í gegnum nokkur þrep en það ætti að vera fyrirhafnarinnar virði þegar band á borð við MGMT á í hlut.
Upphaflega átti platan að koma út fyrr í sumar en  sökum þess að meðlmimir voru ekki sáttir við útkomuna ákváðu þeir að fresta henni og fullkomna hljóminn. Til að leggja dóm á plötuna þurfa hlustendur að gefa henni meira en eina hlustun þar sem innihaldið er krefjandi og tilraunakennt efni. Skráðu þig inn og hlustaðu hér.

 

Ný, krefjandi MGMT plata í haust

Benjamin Goldwasser og Andrew VanWyngarden sem saman mynda hljómsveitina MGMT hafa nú loksins tilkynnt útgáfudag sinnar þriðju breiðskífu þann 17. september og verður sjálftitluð MGMT. Félagarnir hafa staðið í ströngu ásamt upptökustjóranum Dave Fridmann við að leggja lokahönd á plötuna sem átti upphaflega að koma út í þessum mánuði. Þeir lentu í deilum við útgáfufyrirtækið Columbia sem var ekki ánægt með þær viðtökur sem önnur breiðskífa þeirra Congratulations fékk árið 2010 og vildi heyra aðgengilegra efni á þriðju plötunni. Benjamin og Andrew virðast hafa óhlýðnast fyrirmælunum og hafa sagt að nýja platan innihaldi krefjandi tónlist sem ekki allir muni skilja við fyrstu hlustun.
MGMT (platan) mun hafa að geyma 10 lög þar á meðal ábreiðu af laginu „Introspection“ sem Faine Jade gaf út á sjöunda áratugnum. Fyrr á árinu slepptu MGMT frá sér laginu „Alien Days“ og mun það vera að finna á væntanlegri plötu auk „Mystery Disease“ sem þeir byrjuðu nýlega að flytja á tónleikum. Í kjölfarið kemur út aukaefni tengt plötunni undir heitinu „the Optimizer“ og mun innihalda myndbönd og „CGI“ sjónarspil.

Straumur 22. apríl 2013

Í Straumi í kvöld heyrum við nýtt efni frá MGMT, !!!, Titus Andronicus, Ty Segall, Thee Oh Sees, Disclosure, Polcia, Advance Base, Guided By Voices og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á X-inu 977 klukkan 23:00.

Straumur 22. apríl 2013 by Olidori on Mixcloud

1) Get Lucky (ft. Pharrell Williams) – Daft Punk
2) Alien Days – MGMT
3) You & Me (ft. Eliza Doolittle) – Disclosure
4) Tiff – POLICA
5) Even When The Water’s Cold – !!!
6) Slyd – !!!
7) It’s Not My Fault (Hands remix) – Passion Pit
8) Track 3 – Jai Paul
9) Cat Black – Ty Segall
10) Grown in a Graveyard – Thee Oh Sees
11) Sttill Life With Hot Deuce On Sliver Platter – Titus Andronicus
12) After You (Soulwax remix) – Pulp
13) Flunky Minnows – Guided By Voices
14) Mother’s Last Word To Her Son – Advance Base