Annað kvöldið á Airwaves

Mynd: Alexandra Howard

Mætti í Lucky Records klukkan 17:30 þar sem Tonik Ensemble var nýbyrjaður.  Tonik spilaði í rúmar 30 mínútur rifið, tætt og kraumandi teknó í hæsta gæðaflokki.


View this post on Instagram

Tonik Ensemble #i#icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Hermigervill var næstur á svið í Lucky. Eftir nokkur lög baðst hann afsökunar á því hversu hörð tónlistin væri, ástæðan væri sú að hann væri búinn að vera mikið á klúbbnum. Hermigervill þurfti ekki að afsaka neitt. Hann náði öllum í búðinni sem var stútfull á sitt band og spilaði mest nýtt efni.

 

 

View this post on Instagram

 

@hermigervill #icelandairwaves A post shared by Straumur (@straumurr) on

 Hljóp á Húrra þar sem Bagdad Brothers voru að byrja. Ánægjulegt að sjá að það er ennþá líf í íslensku indí-rokki. Hljómsveitin skilaði sínu og rúmlega það.

View this post on Instagram

@bagdadbrothers #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Tommy Cash náði mér ekki alveg. Fannst þetta heldur mikið Die Antwoord fátæka mannsins. Hin finnska Alma olli einnig vonbrigðum.  Haiku Hands voru í miklu stuði í Silfursalnum og Snail Mail ekki jafn hress í Iðnó.


View this post on Instagram

@haikuhands #icelandairwaves

A post shared by Straumur (@straumurr) on

Superorganism áttu annað kvöldið á Airwaves. Gleðisprengja sem náði hápunkti sínum í síðustu tveim lögunum Everybody wants to be famous og Something for your m.i.n.d. sem kveiktu vel í Listasafni Reykjavíkur.

 

 

 

View this post on Instagram

 

@sprorgnsm #icelandairwaves   A post shared by Straumur (@straumurr) on

Injury Reserve komu skemmtilega á óvart með grjóthörðu hip-hoppi og “mosh pit” sem fylgdi Jimothy Lacoste kláraði svo kvöldið á Húrra með silkimjúku svefnherbergis-poppi.

 

 

 

View this post on Instagram

 

  @jimothylacoste #icelandairwaves   A post shared by Straumur (@straumurr) on