Fyrir jólin 2011 sendi reggae-sveitin Amaba Dama með Gnúsa Yones fremstan í flokki frá sér jólalagið Yo La La. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Tag: Gnúsi Yones
Ojba Rasta Sjónvarpsviðtal
Hin mannmarga reggísveit Ojba Rasta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem kom út fyrir skemmstu og hafa fylgt henni eftir með miklu tónleikahaldi. Við kíktum á nokkra meðlimi hljómsveitarinnar sem voru staddir í hljóðveri Gnúsa Yones History sem er staðsett í Vesturbæ Reykjavíkur og spjölluðum m.a. við þá og Gnúsa um plötuna, reggí, Reykjavík Soundsystem kvöldin og þetta einstaka hljóðver.
Hljómsveitin heldur tónleika föstudagskvöldið 21. desember á Faktorý þar sem allur ágóði rennur til Mæðrastyrksnefndar. Á tónleikunum koma fram Ojba Rasta, Gnúsi Yones, Egill Ólafsson, Birkir B úr Forgotten Lores og leynigestir.