Fimmtudagur 18. apríl
Hljómsveitirnar Casio Fatso, Japanese Super Shift and the Future Band og Sindri Eldon & The Ways sjá um menningarlega fræðslu lýðsins á Stúdentakjallarnum. Fyrsta band á svið kl 22:30 og aðgangur ókeypis
Heiladans 23 fer fram á Litlu Gulu Hænunni COLD / JÓNBJÖRN / VÖK / SKENG spila og aðgangur er ókeypis.
Föstudagur 19. apríl
Ste Mccabe tónlistarmaður frá Liverpool og hljómsveitin Klikk sem inniheldur meðal annars meðlimi hljómsveitanna Logn og Swords Of Chaos halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Laugardagur 20. apríl
Alþjóðlegi plötubúðadagurinn (International Record Store Day) verður haldinn hátíðlegur í 6. skipti. Í Lucky Records á Rauðarárstíg verður nóg um að vera og tónlistarmenn og DJ’ar munu halda uppi stuðinu frá opnun til lokunar.
12:00 – Þórir Georg
12:30 – DJ sett
14:00 – Monotown
14:30 – DJ Andri Freyr
16:00 – Samúel Jón Samúelsson Big Band
17:00 – Robert and the Roomates
17:30 – DJ sett
Mugison spilar á Tískudögum í Smáralind klukkan 14:00.
Hljómsveitirnar Plastic Gods, The Heavy Experience, Tundra og Godchilla halda heljarinnar tónleika á Volta, Tryggvagötu 22. Húsið opnar klukkan 21:00 og tónleikarnir byrja um 22:00. Aðgangseyrir 1000 kr.