Tónlistarkonan Natasha Khan sem er betur þekkt undir listamannsnafninu Bat For Lashes gaf í dag út annað lagið af væntanlegri plötu sinni – The Haunted Man sem kemur út þann 15. október næstkomandi. Platan fylgir á eftir plötunni Two Suns frá árinu 2009. Khan gaf út fyrstu smáskífuna Laura fyrr í sumar. Marilyn er elektró popp eins og það gerist best.