DREΛMCΛST

Hinn 18 ára gamli raftónlistarmaður Sigurður Ýmir Kristjánsson, sem hefur tekið upp tónlist undir listamannsnafninu DREΛMCΛST um nokkurt skeið, sendi á dögunum frá sér lagið Floral Bloom á Soundcloud síðu sinni. Tónlist DREΛMCΛST má skilgreina sem draumkennt rafpopp undir áhrifum frá erlendum listamönnum líkt og Neon Indian, Toro Y Moi og Washed Out. Lagið Floral Bloom er hér fyrir neðan auk lagsins Lost Dreams sem DREΛMCΛST sendi frá sér í fyrra sumar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *