Dj Premier rímixar Disclosure

Bandaríski hip hop pródúserinn Dj Premier hefur nú endurhljóðblandað Latch, lag garage-bræðradúettsins Disclosure. Upprunalega lagið er af plötunni Settle sem kom út í sumar sem er full af danssmellum og að mati síðuhaldara ein af betri plötum ársins. Dj Premier hægir taktinn niður í hip hop tempó með kraftmiklum trommum og smekklegu píanói. Endurhljóðblöndunin er af væntanlegri rímix-plötu Disclosure sem kemur út 17. desember. Dj Premier er helst þekktur sem taktsmiður hins sögufræga rappdúetts Gang Starr. Hlustið á endurhljóðblöndunina og upprunalega lagið hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *