Daft Punk rímixa sjálfa sig

Daft Punk hafa lofað því að sjá sjálfir um að endurhljóðblanda lög af plötu sinni Random Access Memories sem kom út 20. maí síðast liðinn og nú hefur fyrsta rímixið í seríunni litið dagsins ljós. Það er  smáskífan Get Lucky sem hefur tröllriðið útvarpstækjum og dansgólfum landsmanna undanfarna mánuði. Rímixið er ekki róttæk endurgerð en þeir teygja lagið upp í rúmlega 10 mínútur og bæta við rafrænni takti og pumpandi bassatrommu. Auk þess láta þeir rödd Pharrel Williams kallast á við sínar eigin róbótaraddir í miklum mæli. Hlustið á lagið hér á Spotify tónlistarveitunni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *