Daft Punk hafa lofað því að sjá sjálfir um að endurhljóðblanda lög af plötu sinni Random Access Memories sem kom út 20. maí síðast liðinn og nú hefur fyrsta rímixið í seríunni litið dagsins ljós. Það er smáskífan Get Lucky sem hefur tröllriðið útvarpstækjum og dansgólfum landsmanna undanfarna mánuði. Rímixið er ekki róttæk endurgerð en þeir teygja lagið upp í rúmlega 10 mínútur og bæta við rafrænni takti og pumpandi bassatrommu. Auk þess láta þeir rödd Pharrel Williams kallast á við sínar eigin róbótaraddir í miklum mæli. Hlustið á lagið hér á Spotify tónlistarveitunni.