Blúsinn í Fangið

Tónlistarmaðurinn Skúli Þórðarson betur þekktur undir listamannsnafninu Skúli mennski mun í kvöld halda tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í tilefni útgáfu  af sinni þriðju breiðskífu á jafnmörgum árum. Platan heitir Blúsinn í fangið og er ellefu laga blúsplata þar sem hljómsveitin Þung byrði spilar með Skúla. Þung byrði eru: Hjörtur Stephensen gítarleikari, Kristinn Gauti Einarsson trommuleikari, Tómas Jónsson píanóleikari, Valdimar Olgeirsson bassaleikari og Þorleifur Gaukur Davíðsson sem spilar á munnhörpu. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00 og er hægt að kaupa miða á midi.is. Hlustið á lögin Rónablús og  Skjálfandi Skilvitablús af plötunni og horfið á viðtal sem við áttum við Skúla mennska í sumar hér fyrir neðan.

 

 

Rónablús

      1. 03 Rónablús

Skjálfandi Skilvitablús

      2. 07 Skjálfandi Skilvitablús

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *