Straumur 28. apríl 2014

Í Straumi í kvöld flytjum við viðtal við kanadísku hljómsveitina Phédre sem kemur fram á sumarfögnuði Straums á Kex Hostel á laugardaginn. Einnig heyrum við lög af nýjum og væntanlegum plötum frá Damon Albarn, tUnE-yArDs og Fm Belfast. Straumur í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

Straumur 28. apríl 2014 by Straumur on Mixcloud

1) In Decay – Phédre
2) Aphrodite – Phédre
3) Sunday Someday – Phédre
4) DinerTalk – Lee Paradise
5) Stay At Mine – Ken Park
6) 100 kg – Pretty Please
7) Girl – Jamie xx
8) Everyday Robots – Damon Albarn
9) Mr. Tembo – Damon Albarn
10) Heavy Seas Of Love – Damon Albarn
11) Find A New Way – tUnE-yArDs
12) Real Thing – tUnE-yArDs
13) Hey Life – tUnE-yArDs
14) Brighter Days – Fm Belfast
15) Holiday – Fm Belfast
16) The End – Fm Belfast
17) Photographs (You Are Taking Now) – Damon Albarn

Helgi Valur safnar fyrir útgáfu vínylplötu

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur leggur nú lokahönd á nýja plötu og safnar pening fyrir útgáfu hennar á heimasíðunni Karolinafund. Þetta er þriðja plata Helga Vals með frumsömdu efni en áður hafa komið út plöturnar Demise of Faith (2005) og Electric Ladyboy Land (2010).

Platan sem mun innihalda frumsamin lög á ensku og íslensku skartar úrvali ungra íslenskra tónlistarmanna og má þar helsta nefna Hallgrím Jónas Jensson, Berg Anderson og Ása Þórðarson. Upptökum stjórnar Kári Einarsson meðlimur hljómsveitarinnar Oyama.

Helgi Valur þótti eitt sinn einn efnilegasti tónlistarmaður landsins er hann sigraði trúbadorakeppni rásar 2 en síðustu ár hafa verið krefjandi og stormasöm. “Lögin á þessari plötu eiga það sameiginlegt að vera öll samin á tímum bataferlis frá alkóhólisma og geðveiki. Frá vetrum angistar til sumra alsælu er öruggt að þessi plata mun bjarga að minnsta kosti einu lífi” segir Helgi og biður fólk um að hjálpa sér að láta draum sinn rætast.

Á síðunni Karolinafund.com gefst fólki tækifæri á að styrkja útgáfu plötunnar og getur fengið ýmislegt í skiptum við stuðninginn m.a. áritað eintak af vínilplötu, einkatónleika og sérsamið lag með nafninu sínu í.

Hér má sjá verkefnið:

http://www.karolinafund.com/project/view/218

Helgi Valur from Karolina Fund on Vimeo.

Phédre á Íslandi

Hin magnaða kanadíska hljómsveit Phédre sem átti lag ársins 2012 á þessari síðu kemur fram á sumarfögnuði Straums  á Kex Hostel laugardaginn 3. maí. Ken Park sem líkt og Phédre kemur frá Montreal mun einnig koma fram, auk íslensku hljómsveitarinnar Nolo. Söngkona Phédre April Aliermo verður í viðtali í Straumi næsta mánudagskvöld á X-inu 977!

Tónleikahelgin 23. – 27. apríl 2014

Miðvikudagur 23. apríl 

Hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band leikur á Gamla gauknum í tilefni að tónleikaferð sveitarinnar um evrópulöndin Þýskaland, Austurríki, Sviss, Tékkland og Ungverjaland í tilefni af útgáfu hljómplötunnar 4 Hliðar í evrópu. Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og miðaverð er 1500 kr. 

 

Pólska tónlistarkonan Katarzyna Nowak spilar á ókeypis tónleikum innan ramma hátíðarinnar List án landamæra á Rósenberg. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og auk Nowak koma Steinunn Ágústsdóttir, Benni Hemm og Stuðboltarnir fram. 

 

Fimmtudagur 24. apríl 

Í tilefni af bæði hækkandi sól og útgáfu Brighter Days, þriðju breiðskífu FM Belfast, verður blásið til sumargleði í Mengi á Sumardaginn fyrsta frá 16:00 – 18:00. Sannkölluð sumarstemming verður í gangi: bræðurnir Hilmar Guðjónsson og Lalli töframaður verða að minnsta kosti með eitt skemmtiatriði, DJ set frá FM Belfast þar sem spiluð verða lög af nýju plötunni í bland við aðra slagara, grillaðar verða bulsur og pulsur, flutt verður eins og ein ræða og að lokum verður frumsýnt glænýtt tónlistarmyndband eftir Magnús Leifsson við Brighter Days titillag plötunnar. Það er frítt inn.

 

 

Ben Frost frumflytur sitt nýjasta verk, A U R O R A á Kaffibarnum. Tónleikarnir hefjast klukka 18 og það er frítt inn. 

 

FUTUREGRAPHER, ORANG VOLANTE, TANYA & MARLON og DJ DORRIT koma fram á Heiladans 34 á Bravó. Fjörið byrjar 21:00 og það er ókeypis inn.

 

Hljómsveitirnar kimono, Sin Fang og Oyama leiða hesta sína saman á Gamla Gauknum. Húsið opnar 21:00 og fyrsta band byrjar 22:00. 1500 kr inn.

 

Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn heldur tónleikar á Rósenberg ásamt hljómsveit þar sem hún spilar brot af sínum uppáhalds jazzlögum. Aðgangur ókeypis og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Föstudagur 25. apríl 

Shahzad Ismaily bandarískur tónlistarmaður af pakistönskum uppruna kemur fram í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 

 

Skotinn Mick Hargan og kanadabúinn Sarah Noni spila á fyrsta kvöldi á tónlistarhátíðinni Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn. 

 

Futuregrapher, AMFJ, Krakkkbot, russian.girls, Chris Sea og DJ Myth & Lazybones koma fram á Cafe Ray Liotta á sérstöku raftónlistarkvöldi Rhythm Box Social. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr. inn. 

 

Laugardagur 26. apríl 

 

Danska tónskáldið & spunameistarinn Anne Andersson kemur fram í Mengi. Það kostar 2000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. 

 

Bluegrass hljómsveitin Illgresi kemur fram ásamt Skúla mennska á öðru kvöldi  tónlistarhátíðarinnar Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn. 

 

Ljónagryfja Reykjavíkurdætra fer fram á The Celtic Cross og Café Ray Liotta. 

Neðri hæð (Café Ray Liotta) 

19:00 – Fríyrkjan

20:00 – Ribbaldar

20:45 – Sparkle Poision

21:30 — Hljómsveitt

22:15 – Kælan Mikla

23:00 — In The Company of Men

23:45 — Conflictions

00:30 — Captain Fufanu

01:15 — Mc Bjór og bland

– LEYNIGESTIR –

02:00 – Reykjavíkurdætur

Efri hæð (The Celtic Cross) 

19:00 – 20:30 + 23:00 – 00:00 = LAUST FYRIR SKRÁÐA

20:30 — Bláfugl

21:00 — Hjalti Jón Sverrisson

21:30 — Múfasa Makeover

22:00 — Karólína rappari

22:15 — Cryptochrome

23:00 — Tuttugu

00:00 -03:00 = Dj Cream n’ Suga

 

 

Sunnudagur 27. apríl 

 

Norsku tónlistarmennirnir David Pavels og M. Rodgers koma fram á þriðja kvöldi tónlistarhátíðarinnar Sumarloft á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er ókeypis inn.

 

Upphitun fyrir Rauðasand

Í tilefni af því að Rauðsand Festival tilkynnti um fyrstu listamennina sem spila í ár verður blásið til upphitunartónleika á KEX Hostel kl 19:30 í kvöld sem jafnframt markar upphaf miðasölu.

Tónleikarnir eru opnir öllum endurgjaldslaust og eru í samstarfi við KEXLAND, Símann og Thule (léttöl). Nokkrir listamannanna sem munu koma fram í hlöðunni í ár ætla að hleypa þessu ári af stokkunum með aðstandendunum en þau eru:

Lay Low
Ylja
Amaba Dama
Soffía Björg

 

Rauðasandur Festival tilkynnti fyrr í dag um  fyrstu listamennina sem koma fram á hátíðinni  dagana 3.-6.júlí. Hér eru þeir sem staðfest er að koma munu fram í hlöðunni í ár, en fleiri tilkynninga er að vænta á næstu vikum.

Sam Amidon (USA)
Emilíana Torrini
Lay Low
Moses Hightower
Ylja
Amaba Dama
Boogie Trouble
Vök
Soffía Björg
My Bubba (DK)
Nolo
Pascal Pinon
Loji
Bob Justman
Makrel

Auk tónlistardagskrár er sem fyrr boðið upp á ýmislegt annað eins og fjallgöngur með leiðsögn, jóga á sandinum, sandkastalakeppni, galdrastundir með seiðkonu og í ár verður teymi viðarhöggslistamanna með opna vinnustofu á sandinum sem allir mega taka þátt í og selaskoðun á sandinum með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna. Ítarlegri dagskrá verður kynnt síðar.

Mynd: Friðrik Örn Hjaltested

Þriðja breiðskífa Fm Belfast fáanleg á Record Store Day

Gleðisveitin FM Belfast sendir frá sér sína þriðju breiðskífu 22. apríl næstkomandi og hefur henni verið gefið nafnið Brighter Days en það eru Record Records sem gefaf breiðskífuna út á Íslandi.

Þrátt fyrir að formlegur útgáfudagur plötunnar sé 22. apríl mun hún vera fáanleg í plötubúðum laugardaginn 19. apríl af því tilefni að þá er hinn alþjóðlegi dagur plötubúðanna (e. Record Store Day).

 

FM Belfast hefur um langt skeið verið ein líflegasta tónleikasveit landsins til þónokkurra ára og hefur henni tekist vel að koma glaðværðinni til skila á plasti og í frísklegum myndböndum sínum.   Fjórða smáskífan af plötunni, „Everything“, er komin í spilun á öldum ljósvaka og er einnig hægt að ljá hana eyrum inná öllum helstu tónlistarveitum.  Áður hafa komið út smáskífurnar „Delorean“,„We Are Faster Than You“ og er lagið „The End“ endurgerð á laginu „Öll í kór“ sem FM Belfast samdi sérstaklega fyrir Unicef á Degi rauða nefsins.

Meðlimir FM Belfast eru sem áður Árni Rúnar Hlöðversson, Lóa Hjálmtýrsdóttir, Árni Vilhjálmsson og Örvar Smárason Þóreyjarson.

Brighter Days verður fáanleg á geisladisk, vínyl og á stafrænum tónlistarveitum.

Lagalisti Brighter Days:
1. Brighter Days
2. Everything
3. Ears
4. DeLorean
5. Holiday
6. Non Believer
7. We Are Faster Than You
8. Gold
9. Ariel
10. The End

Straumur 14. apríl 2014

Í Straumi í kvöld kíkjum við á nýtt efni frá Sylvan Esso, Total Control, Chet Faker, Thee Oh Sees og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.

 

Straumur 14. apríl 2014 by Straumur on Mixcloud

1) Paris – Little Dragon
2) Wait For A Minute – tUnE-yArDs
3) Wolf – Sylvan Esso
4) H.S.K.T. – Sylvan Esso
5) The Mechanism – Disclosure & Friend Within
6) 1998 – Chet Faker
7) Flesh War – Total Control
8) Habit – Ought
9) Drop – Thee Oh Sees
10) Jaime Bravo – Pixies
11) Until The Sun Explodes – The Pains Of Being Pure At Heart
12) Swamp Beast – ITAL tEK
13) This Time Tomorrow (Kinks cover) – Telekinesis
14)  The Rains Of Castamere – Sigur Rós

 

Tónleikahelgin 10. – 12. apríl

Fimmtudagur 10. apríl 

Kammersveit Hallvarðs Ásgeirssonar kemur fram í Mengi við Óðinsgötu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn. 

Bugun, Drulla og Pungsig koma fram á Dillon. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

Á Gamla Gauknum heldur hátíðin Gerum upp Gaukinn áfram með rapp og hipp hopp kvöldi þar sem Reykjavíkurdætur, Cryptochrome, Cesar A, Lamako og MC Bjór og Bland koma fram.  Festivalpassi kostar 5000 kr en stök kvöld 1500 kr. Húsið opnar 21:00

 

Föstudagur 11. apríl 

Belgíska hljómsveitin Augures kemur fram í Lucky Records klukkan 16:15

Sin Fang tónleikar í Mengi við Óðinsgötu. Miðaverð er 2000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

Hljómsveitirnar Elín Helena, Morgan Kane og Pungsig leiða saman hesta sína með tónleikum á Dillon. Frítt inn og hefjast leikar klukkan 21:35

Canis og Trust The Lies halda tónleika á Dillon. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00

Á Gamla Gauknum heldur hátíðin Gerum upp Gaukinn áfram með þunkarokks kvöldi þar sem Darknote, Wistaria, Endless Dark, Bootlegs, Angist og Muck koma fram.  Húsið opnar 21:00

 

 

Laugardagur 12. apríl 

Á Gamla Gauknum fer fram lokakvöld hátíðarinnar Gerum upp Gaukinn með með tónleikum frá Nolo, Kviku, Johnny and the rest og kimono. Húsið opnar 21:00

Belgíska hljómsveitin Augures kemur fram ásamt Godchilla og Pyrodulia á Harlem. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Blúshátíð í Reykjavík hefst  kl. 14 á Skólavörðustígnum með böski frá  fremstu blúsurum landsins.  Landslið blúsara böska frá kirkju og niðurúr. Tónleikar á Borgarbókasafni kl 16. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana en hátíðin stendur til 17. apríl. 

The War on Drugs á Iceland Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200. Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves.

Þeir listamenn sem nú bætast við listann eru:
The War on Drugs (US), sem munu loka hátíðinni ásamt Flaming Lips sunnudaginn 9. nóvember.
Caribou (CA)
Future Islands (US)
Oyama
Farao (NO)
Kaleo
Zhala (SE)
Spray Paint (US)
Rökkurró
Emilie Nicolas (NO)
Endless Dark
Kippi Kaninus
King Gizzard & The Lizard Wizard (AU)
Brain Police
Beneath
Þórir Georg
Fufanu
Epic Rain
Skurken
AMFJ
Kontinuum
Ophidian I
Var
Atónal Blús
Mafama
Vio
Lucy in Blue
Conflictions

Rafmagnsstólinn: Jón Gabríel í Nolo

 

Á dögunum áskotnaðist ritstjórn Straums forláta stóll úr yfirgefnu fangelsi í Texas. Þetta gerðarlega húsgagn væri synd á láta liggja ónotað og þess vegna kynnum við til leiks nýjan lið á síðunni; Rafmagnsstólinn! Í hverri viku fáum við tónlistarmann til að setjast í stólinn, bindum hann niður og hleypum á hann 2400 volta straumi þannig hann grillist vel og vandlega. Í fyrstu leiðir þetta til þvag- og saurmissis en að lokum endar raflostið með því að listamennirnir segja okkur frá sínum dýpstu órum og leyndarmálum, sem við munum svo birta samviskusamlega hér á síðunni.

Að þessu sinni var það Jón Gabríel Lorange söngvari og gítarleikari Nolo sem var grillaður en hann hefur síðustu misseri einbeitt sér ásamt öðrum hljómsveitarmeðlimum að nýrri Nolo plötu.

 

Hvaða tónlistarmann/hljómsveit myndiru mest vilja hita upp fyrir? 

Ég væri mest til í að hita upp fyrir Kalla Bjarna, ekki grín.

 

Hvað er besta tónlistin sem þú hefur uppgötvað á árinu? 

lagið Dance of the Knights með Serguei Prokofiev.

Hvað er uppáhalds kvikmyndatónskáldið þitt/uppáhalds tónlist í bíómynd?

Uppáhalds kvikmyndatónskáldið mitt er Howard Shore, uppáhalds tónlist í bíómynd er í Stanley Kubrick myndinni Barry Lyndon eða Shining!

 

Hvað er uppáhalds tímabilið þitt í tónlistarsögunni (og af hverju?)

Ég á mér ekkert eitt uppáhalds tímabil í tónlistarsögunni en 20. öldin stendur þó uppúr.

 

 

Hvað er 5 mest spiluðu lögin og í iTunes-inu þinu?

Ég er eiginlega bara með Nolo lög og mín lög á Itunes. Þannig það er svarið við því. Annars nota ég Youtube, vínyl og ipod til að hlusta á aðra tónlist.

 

 

Hvað eru bestu tónleikar sem þú hefur séð nýlega (undanfarið ca. ár)?

Bestu tónleikar sem ég hef séð “nýlega” eru örugglega Dirty Projectors á Airwaves 2012.

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn (íslandi / erlendis)?

Það eru ekki margir tónleikastaðir á Íslandi um þessar mundir en mér fannst Faktorý alltaf bestur. Annars eigum við eftir að spila á Paloma! Og gerum það 19. apríl!

 

Uppáhalds plötuumslag? 

líklegast þarna Santana platan með svörtum manni að halda á hvítum fugli. Man ekki hvað hún heitir… (Greatest Hits)

 

Þekkirðu Jakob Frímann (ef svo hvernig? hefurðu hitt hann?)? 

Hver er Jakob Frímann? Er hann á Bylgjunni?

 

Hvaða tónlistarmönnum lífs eða liðnum værirðu helst til í að taka jam-session með?

Ég myndi vilja taka jam-session með mjög mörgum en fyrsti sem kemur upp í huga er Bob Marley. Ég sendi honum e-mail um árið um hvort hann vildi syngja með Nolo, ekkert svar borist enn.

 

Ef þú mættir velja einn rappara til að vinna með, hver væri það?

Ég væri mest til í að vinna með TUPAC SHAKUR!

 

Ef þú gætir unnið með hvaða upptökustjóra sem er , hver myndi það vera?

Ég myndi mest vilja vinna með upptökustjóranum George Martin, fimmti bítillinn.

 

 

Hvaða plata fer á á rúntinum? 

eitthvað rokkað og sultað eins og Master of Reality með Black Sabbath.

Hvað var síðasta tónlist sem þú keyptir?

Síðasta tónlist sem ég keypti var Leonard Cohen plata sem gjöf.

 

Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í á tónleikum?

Þegar ég sleit 3 strengi í einni stroku.

 

Hvað lætur þú á fóninn í fyrirpartínu á laugardagskvöldi?

Líklega þessa Santana plata sem ég minntist á áðan.

 

Enn í eftirpartínu?  

Í eftirpartíinu myndi ég setja á einhverja seiðandi píanótónlist með Debussy, já eða Erik Satie.

 

Hver er frægasti Facebook vinur þinn?

Ívar Björnsson er frægasti facebook vinur minn.

 

Uppáhalds borgin þín?  Reykjavík

 

 

Þið eruð að vinna að nýrri plötu, hvaða fimm orð myndu lýsa henni best?

sniðug, snúin, safarík, inlegg og epli.

 

Hvaðan kemur nafnið Nolo?

Nafnið Nolo birtist Ívari í draumi þar sem hann var á ferðalagi um Tyrkland með ferðafélaga sem var fjallageitin Nolo.