Aukatónleikar með Kraftwerk í Eldborg

Elektrófrumkvöðlarnir í Kraftwerk sem spila á Iceland Airwaves hátíðinni í byrjun nóvember hafa nú bætt við aukatónleikum hér á á landi. Tónleikarnir verða í Eldborgarsal Hörpu mánudaginn 4. nóvember og miðasala hefst á hádegi 6. maí eða næstkomandi mánudag, en þeir sem hafa tryggt sér miða á Airwaves býðst að kaupa miða í forsölu sem hefst á föstudaginn. Ekki er þó nauðsynlegt að eiga miða á Airwaves til að kaupa miða á aukatónleikana og miðaverð er 8.900, 11.900 eða 12.900 eftir staðsetningu í salnum.

Fyrri tónleikar sveitarinnar verða sunnudaginn 3. nóvember og munu slá botninn í Iceland Airwaves en þeir verða einnig í Eldborg og miðum á þá verður dreift til gesta hátíðarinnar í Hörpu föstudaginn 1. nóvember eftir „Fyrstur kemur, fyrstu fær“ reglu og er þá einn miði á hvert armband. Tónleikar sveitarinnar eru mikil upplifun fyrir augu og eyru og þrívíddargleraugu eru nauðsynleg til að njóta sjónarspilsins til fulls.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *