Fréttablaðið skýrði frá því um helgina að viðræður hafi átt sér stað um að halda tónlistarhátíðina All Tomorrow’s Parties í Reykjanesbæ í júní. Hátíðin færi fram á varnarliðssvæðinu en skipulagning hennar hefur staðið yfir frá árinu 2011. Samkvæmt Fréttablaðinu myndu sex til sjö erlend bönd spila á All Tomorrow’s Parties þar á meðal indie sveitin Deerhoof ásamt íslenskum böndum. Hátíðin hér á landi myndi vera frábrugðin ATP erlendis á þann hátt að ekki myndi ein hljómsveit stjórna dagskrá hátíðarinnar.