Airwaves yfirheyrslan – Stafrænn Hákon

Ólafur Örn Josephsson tónlistar­maður hefur gefið út tónlist undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon frá árinu 1999 og spilaði í fyrsta skipti á Iceland Airwaves 2001. Ólafur ræddi við okkur um Airwaves og bandið sitt Stafrænan Hákon.

 

Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?

Fyrsta hátíðin árið 1999 í einhverju flugskýli .. voru tvö bönd að mig minnir, Gus Gus og Sigur Rós. Bæði frekar eftirminnilegt

 

Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?

Spilaði fyrsta skiptið árið 2001, þá með hljómsveitinni Ampop.  Það var á Kaffi Thomsen og það var svaka stuð. Fullt af fólki og allir frekar sáttir enda mjög spennandi allt saman.

Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?

hmmmm….. 2001, 2007, 2010, 2011 og 2012,  þannig að núna árið 2013 er 6. skiptið.

Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?

Margir mjög góðir sem maður hefur dottið inná. Man hversu Sigur Rós voru góðir í Hafnarhúsinu árið 2001 enda frekar heitir á þeim tíma.  Svo voru Deerhof árið 2007 helvíti magnað.  Annars Heavy Experience árið 2011 á Amsterdam eitt það eftirminnilegasta af þessu.


Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur? 

Það var sennilega árið 2011 með hljómsveitinni Náttfara í Norðurljósum í Hörpunni.  Magnað sánd og manni leið virkilega vel það kvöldið á sviðinu.

 

Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?

Hún stækkar og stækkar með hverju árinu virðist vera. Og ekki verra að alltaf verið að batna til muna aðstæður og fleira í þeim dúr.  Virkilega vel framkvæmd í gangi hjá fólkinu sem skipuleggur og leggur hönd á plóg. Get ekki ímyndað mér haustmánuði án þessarar hátíðar.

 

Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?

Amsterdam auðvitað og svo náttla Iðnó alltaf góður. 

 

 Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?

Njóta þess að spila og gefa sig 110% í þetta stöff… annars er þetta vonlaust og hælarnir kælast fljótt.

 

Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár? Erlent/innlent?

Yo La Tengo (séð áður en alltaf til í meira, eitt það magnaðasta tónleikaband sem ég hef upplifað.) Nolo með trommara og Stroff auðvitað.

 

 

Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?

Gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska tónlistarmenn að fá tækifæri til að koma fram á svona glæsilegri hátíð. Ekki sjálfgefið og það ætti að halda flestum á tánum.  Þetta er orðinn heljarinnar megamessa í íslensku listalífi, svo einfalt er það.

 

Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð? 

Í fyrra var það 5 sinnum með offvenue.. það var feikinóg.

 

 Uppáhalds Iceland Airwaves hátíðin þín í gegnum árin? Af hverju?

allar góðar á sinn hátt.

 

Kraftwerk eða Yo La Tengo?

Yo La Tengo án vafa enda ennþá frekar fersk, Krafwerk gæti ég hugsað mér að sjá fyrir 35 árum.

 

Listasafnið eða Harpa?

Fer eftir atriðum.  Annars er ég yfirleitt með vonbrigðum með hljómburð í Listasafninu.

 

Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?

Þetta skiptið er það bara Stafrænn Hákon.  Náttfari í fríi að mér skilst og Per:Segulsvið fær aldrei aðgang að slíkri hátíð.

Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?

Já ætla að láta móðir mína sauma STROFF á allar flíkurnar mínar fyrir hátíðina, til að þrengja soldið að ökklum og úlnliðum.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *