Kraumslistinn 2014 – Verðlaunaplötur

 

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, voru afhent í sjöunda sinn í dag. Líkt og undanfarin ár voru sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.

Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 20 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 20 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.

Kraumsverðlaunin 2014 hljóta 

  • ·        Anna Þorvaldsdóttir – Aerial
  • ·         Börn – Börn
  • ·         Hekla Magnúsdóttir – Hekla
  • ·         Kippi Kanínus – Temperaments
  • ·         Óbó – Innhverfi
  • ·         Pink Street Boys – Trash From The Boys

Kraumslistinn 2014, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, sem þegar hefur verið tilkynntur er eftirfarandi:

 

·         AdHd – AdHd 5

·         Anna Þorvaldsdóttir – Aerial

·         Ben Frost – Aurora

·         Börn – Börn

·         Grísalappalísa – Rökrétt framhald

·         Hekla Magnúsdóttir – Hekla

·         Kippi Kaninus – Temperaments

·         Low Roar – O

·         M-Band – Haust

·         Oyama – Coolboy

·         Óbó – Innhverfi

·         Ólöf Arnalds – Palme

·         Pink Street Boys – Trash From the Boys

·         Russian Girls – Old Stories

·         Sindri Eldon – Bitter & Resentful

·         Singapore Sling – The Tower of Foronicity

·         Skakkamanage – Sounds of Merry Making

·         Skúli Sverris, Anthony Burr & Yungchen Lhamo – They Hold it For Certain

·         Úlfur Kolka – Borgaraleg óhlýðni

·         Þórir Georg – Ræfill

 

 

Meðal þeirra sem hlotið hafa Kraumsverðlaun fyrir verk sín frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 eru; Mammút, Cell 7, Sin Fang, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Just Another Snake Cult, DJ flugvél og geimskip, Ásgeir Trausti, Hjaltalín, Sóley, Moses Hightower, Retro Stefson, Samaris, Lay Low, Daníel Bjarnason, Ólöf Arnalds, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Agent Fresco, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit og FM Belfast. (sjá lista allra Kraumsverðlaunahafa hér að neðan)

 

Kraumslistinn, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, var valin af  tíu manna dómnefnd, svokölluðu öldungaráði verðlaunanna, sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að hlusta á, vinna með og fjalla um íslenska tónlist. Ráðið skipa Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir. Stærri 20 manna dómnefnd skipað ofangreindum aðilum og fleirum sá síðan um að velja 6 plötur af Kraumslistanum sem hlutu Kraumsverðlaunin.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna hefur hlustað á hátt í annað hundrað hljómplatna við val sitt á Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum 2014.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *