Tónleikar helgarinnar 14. – 16. ágúst

mynd ©Magnús Elvar Jónsson

 

Fimmtudagur 14. ágúst

 

Í Mengi verður kvöldið tvískipt og hefst á sóló trommutónleikum með Julian Sartorius frá Sviss. Eftir stutt hlé koma svo Shahzad Ismaily, Gyða Valtýsdóttir, Rea Dubach og Skúli Sverrisson og spila saman af fingrum fram. Viðburðurinn hefst klukkan 21:00 og kostar 2000 kr inn.

 

Útgáfutónleikar Michael Dean Odin Pollock & Sigga Sig verða haldnir á Hlemmur Square í tilefni útgáfu plötunnar 3rd. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 og munu þeir félagar spila vel valin lög af plötunni.

 

Rappfönksveitin Mc Bjór & Bland að troða upp á Café Flóru en einnig mun Jakobsson og föruneyti hans bregða fyrir. Fjörið hefst kl 20 og stendur til kl 22 og það er frítt inn.

 

-DJ MUSICIAN,dj. flugvél og geimskip, RATTOFER og Tumi Árnason koma fram á Húrra. Partýið byrjar klukkan 9 og það kostar 1000 kr inn.

 

Futuregrapher kemur fram á Funkþáttarkvöldi á Boston. Það er frítt inn, og tónleikarnir verða í beinni í Funkþættinum á X-inu, FM97,7 en þeir hefjast stundvíslega klukkan 23:00.

 

Norski þjóðlagasöngvarinn Tommy Tokyo kemur fram á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er frítt inn.

 

 

Föstudagur 15. ágúst

 

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir kemur fram í Mengi og syngur/leikur undir á selló ög eftir hinn goðumlíka (þó belgíska) Jacques Brel útsett fyrir einnar konu hljómsveit. Viðburðurinn hefst klukkan 21:00 og kostar 2000 kr inn.

 

Hljómsveitin Low Roar fagnar útgáfu annarar skífu sveitarinnar “0” í Tjarnarbíó. Low Roar til halds og trausts verða meðlimir Amiina og Mr. Silla, en auk þess sér Mr. Silla um upphitun. Miðaverði er 2.000.- krónur og opnar húsið klukkan 20:30.

 

 

Hljómsveitin Prins Póló heldur tónleika á  skemmtistaðnum Húrra við Naustin. Hljómsveitin Eva kemur fram á undan en hún tók einmitt upp plötu á búgarði Prins Póla um verslunarmannahelgina. Húsið opnar klukkan 21.00 og hljómsveitin Eva stígur á svið klukkan 22.00. Prins Póló stígur svo á svið rétt fyrir klukkan 23 og leikur eitthvað fram í miðnættið.Miðaverð er 1500 krónur og eru miðar seldir við innganginn.

 

 

Hjómsveitirnar FARRAGO og Alchemia halda grunge og metalkvöld á Gauknum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

 

 

Laugardagur 16. ágúst

 

Pétur Ben heldur tónleika á skemmtistaðnum Húrra.Hann kemur fram einn og óstuddur vopnaður gítar en hurðin opnar klukkan 21 og tónleikar hefjast klukkan 22:00. 1500 krónur aðgangseyrir

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *