Fimmtudagur 16. janúar
Snorri Helgason kemur einn fram í menningarhúsinu Mengi að Óðinsgötu 2 vopnaður alls kyns gíturum og banjó & mun spila gamla þjóðlaga- & sálartónlist eftir aðra ásamt nóg af nýrri, frumsaminni tónlist. Aðgangseyrir er 2000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.
Good Moon Deer spila á tónleikum á Harlem ásamt dj flugvél og geimskip og Just Another Snake Cult. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og kostar 1000 kr inn.
Metalböndin Aeterna, Narthrall og Wistaria koma fram á Gamla Gauknum. Frítt inn.
Föstudagur 17. janúar
Arnljótur Sigurðsson úr Ojba Rasta heldur útgáfutónleika á nýrri plötu sinni, Línur í menningarhúsinu Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.
Skúli mennski blæs til sóknar 2014 og heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Café Rosenberg. Tónleikarnir hefjast því sem næst á slaginu 22:00 og það kostar 1500 krónur inn.
Á Gamla Gauknum munu Cell7, Amaba Dama, Les Ballet Barkan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pje og Ribbaldarnir sjóða saman heljarinnar tónlistarveislu til að fagna nýju ári. Húsið opnar kl.21 og tónleikarnir hefjast kl.22. Aðgangseyrir er 1000 kr
Laugardagur 18. Januar
dj. flugvél og geimskip kemur fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.