New York rapparinn Angel Haze sendi nýlega frá sér mixtape að nafninu Reservation. Haze, sem er aðeins tvítug, hefur samið tónlist frá 11 ára aldri. Henni hefur oft verið líkt við jafnaldra sinn Azealia Banks sem einnig kemur frá New York, þær eru þó frekar ólíkir listamenn þegar nánar er gáð. Smáskífurnar New York og Werkin’ Girls komu út fyrr á þessu ári og hafa gagnrýnendur víða ausið Haze lofi. Hægt er að hlusta á Reservation í heild sinni hér fyrir neðan.