Hljómsveitin The Strokes sendi frá sér lagið One Way Trigger rétt í þessu. Lagið er fyrsta nýja efnið með bandinu í tvö ár. Hlustið á það hér fyrir neðan. Fyrir tæpum tveim vikum síðan sendi útvarpsstöðin 1077 The End í Seattle frá sér tilkynningu um að hún væri með undir höndum tvö ný lög með hljómsveitinni. Annað lagið heitir All the Time og er fyrsta smáskífan af væntanlegri fimmtu plötu sveitarinnar sem kemur út á þessu ári. Hitt hefur líklega verið One Way Trigger sem er syntha drifið og ólíkt flestu sem The Strokes hafa sent frá sér.