Kraumslistinn 2012, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, var kynntur í gær. Árni Matthíasson, formaður dómnefndar, tilkynnti niðurstöðu um val verðlaunaplatna sem líkt og síðustu tvö ár eru sex talsins. Afhending verðlaunanna fór fram í húsnæði Kraums tónlistarsjóðs að Vonarstræti 4b að viðstöddum hópi gesta.
Tuttugu og einn tók þátt Í dómnefnd Kraumslistans 2012 en þar sátu:
Alexandra Kjeld, Andrea Jónsdóttir, Anna Andersen, Arnar Eggert Thoroddsen, Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Árni Matthíasson, Ása Dýradóttir, Benedikt Reynisson, , Egill Harðarson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Guðni Tómasson, Haukur S. Magnússon, Helena Þrastardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Höskuldur Daði Magnússon, Kamilla Ingibergsdóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ólafur Páll Gunnarsson, Sólrún Sumarliðadóttir, og Trausti Júlíusson.
Kraumslistinn 2012 – Verðlaunaplötur
- Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn
- Hjaltalín – Enter 4
- Moses Hightower – Önnur Mósebók
- Ojba Rasta – Ojba Rasta
- Pétur Ben – God’s Lonely Man
- Retro Stefson – Retro Stefson