Fleiri listamenn tilkynntir á Iceland Airwaves 2017

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni. Hér má sjá myndbandið með tilkynningunni.

Listamennirnir sem bætast við eru:
 
Between Mountains
Gunnar Jónsson Collider
Stefflon Don (UK)
Halldór Eldjárn
Exos
Gróa
Aldous Harding (NZ)
Jo Goes Hunting (NL)
Káryyn (US/SY)
Kontinuum
Korter í Flog
Ama Lou (UK)
Mahalia (UK)
Kælan Mikla
Ljósvaki
Milkywhale
Omotrack
Phlegm
Pink Street Boys
ГШ/Glintshake (RU)
Sycamore Tree
Guðrún Ýr

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin verður haldin í 19. skipti dagana 1. – 5. nóvember nk. Miðasala er hafin á tix.is

AKUREYRI
Eins og tilkynnt hefur verið mun hátíðin einnig vera haldin á Akureyri þar sem boðið verður upp á dagskrá í tvo daga og verða því enn fleiri möguleikar í boði fyrir hátíðargesti.

Eftirfarandi möguleikar eru í boði á Iceland Airwaves 2017:
Í boði verður að kaupa þrjár gerðir af miðum:

1) Almennur miði, gildir á alla viðburði hátíðarinnar,earlybird 17.900 kr, fullt verð 21.900 kr.
2) Akureyrarmiði, gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri, 8.900 kr.
3) Akureyri + viðbót, gildir á alla viðburði hátíðarinnar á Akureyri og í Reykjavík dagana 4. og 5. nóvember, 14.900 kr.

Af þeim listamönnum sem tilkynntir voru í dag sem einnig koma fram á Akureyri eru Ásgeir, Benjamin Clementine (UK), Emiliana Torrini and the Colorist (IS/BE), Arab Strap (SCO), Emmsjé Gauti, GKR og Xylouris White (GR/AU).

Ásgeir mun halda sérstaka tónleika í Eldborg í Hörpu þar sem miðaafhending verður fyrir armbandshafa eftir “fyrstur kemur, fyrstur fær” reglunni. Það stefnir í stórt ár hjá Ásgeiri og mikil eftirvænting hefur verið eftir nýju efni en gaf hann út fyrsta lagið af væntanlegri plötu á dögunum. Hlusta má á það hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *