Íslenski tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Jón Þór sem áður gerði garðinn frægan í hljómsveitum á borð við Isidor, Lödu Sport og Dynamo Fogmun mun senda frá sér stuttskífuna “Frúin í Hamborg” (2mf021) þann 10. nóvember 2016, undir merkjum skosk/pólsku plötuútgáfunnar Too Many Fireworks. Þessi fjögurra laga stuttskífa mun bæði verða fáanleg á 180g vínylplötu og í formi niðurhals og streymis á hinum helstu tónlistarveitum.
Á væntanlegri plötu er Jón Þór á heimaslóðum, í gítardrifnu og glymjandi indípoppi með viðlögum sem límast við heilabörkinn. Líkt og á frumraun Jóns Þórs leiða opinskáir íslenskir textar hlustandann á viðkvæmar slóðir.
Hægt er að streyma plötunni af soundcloud hér fyrir neðan: