Í dag eru 35 ár síðan að Elvis Aron Presley, einn sá áhrifamesti ef ekki áhrifamesti tónlistarmaður 20. aldar, lést. Þó að Presley hafi ekki fundið upp rokkið, innleiddi hann það í bandaríska menningu þaðan sem það barst um allan heim. Á sama tíma var í fyrsta skipti að verða til sérstök menning unglinga og áhrif rokksins og Elvis verða seint ofmetin í því samhengi. Presley fæddist 8. janúar 1935 í Tupelo, Mississippifylki í Bandaríkjunum. Hann lést á heimili sínu Graceland í Memphis, Tennessefylki, 16. ágúst 1977, 42 ára að aldri. Síðan hefur meira verið fjallað um hann heldur en nokkurn tímann meðan hann var á lífi. Sú mynd sem fjölmiðlar sýndu af Presley meðan hann lifði er gerólík þeirri ímynd sem fjölmiðlar hafa búið til eftir dauða hans. Ímynd Presley hefur verið afbökuð ósmekklega á síðustu áratugum. Fyrir neðan má hlusta á útvarpsþátt sem ég gerði um Elvis Presley í heimafylki hans Tennessee í Bandaríkjunum árið 2009.
Leitin af Elvis 1
Leitin af Elvis 2
Óli Dóri