Lokatilkynning Iceland Airwaves 2018

Iceland Airwaves hátíðin verður haldin í tuttugasta sinn 7. – 10. nóvember nk. Nú þegar hefur hefur verið tilkynnt um 120 atriði frá 20 löndum.

Í dag tilkynnir hátíðin yfir hundrað nöfn til viðbótar sem gerir þetta að stærstu Airwaves hátíð frá upphafi með 221 hljómsveitir frá 26 löndum. Fever Ray hefur aflýst tónleikum sínum á Iceland Airwaves, sem og öllum öðrum tónleikum haustsins.

Útgáfurnar Bella Union og Moshi Moshi fagna 20 ára afmæli í ár og munu halda sérstök ‘label’ kvöld á hátíðinni í tilefni afmælisins.

Einstakt “6AM Rave” verður haldið kl. 6 um morgun með DJ Margeiri og Tómasi Oddien slíkir viðburðir hafa vakið mikla lukku um allan heim undanfarið.

Erlendir listamenn sem hafa bæst við frá síðustu tilkynningu eru:

ABBACOOK (EC) • AURORA (NO) • BARRY PAQUIN ROBERGE (CA) • BENIN CITY (UK) • BLACK MIDI (UK) • BLANCHE (BE) • BONIFACE (CA) • CHARLES WATSON (UK) • FLAMINGODS (UK/BH) • HAIKU HANDS (AU) • HILANG CHILD (UK) • HOLY NOTHING (PT) • JAMES VICKERY (UK) • LISA MORGENSTERN (DE) • LYON (FO) • MORMOR (CA) • NOT3S (UK) • PLÁSI (SE) • POM POKO (NO) • SIMON RAYMONDE (BELLA UNION) (DJ SET) (UK) • STEPHEN BASS (MOSHI MOSHI) (DJ SET) (UK) • SURF DADS (US) • THE ANATOMY OF FRANK (US) • TOTAL HIP REPLACEMENT (DK) • YEO (AU) • ZAAR (DK) • ΣTELLA (GR)

Íslenskir listamenn sem hafa bæst við frá síðustu tilkynningu eru:

ARI ÁRELÍUS • ARNAR ÚLFUR • ÁRNI VIL • ÁRNI² • ÁRNÝ • ÁRSTÍÐIR • ASDFHG • ÁSGEIR • AUSTURVÍGSTÖÐVARNAR • AYIA • B1B2 • BAGDAD BROTHERS • BÁRA GÍSLADÓTTIR • BERGHAIM • BERVIT (DJ SET) • BISTRO BOY • BLÁSKJÁR • CELL7 • COUNTESS MALAISE • DADYKEWL • DJ SNORRI ÁSTRÁÐS • DJ FLUGVÉL & GEIMSKIP • ELÍN HARPA • ELLI GRILL • EYDÍS EVENSEN • FEBRÚAR • FUTUREGRAPHER • GDRN • GEISHA CARTEL • GODCHILLA • GRÓA • GRÚSKA BABÚSKA • GUNNAR JÓNSSON COLLIDER • HEIÐRIK • HELGI • HELGI SÆMUNDUR • HILDUR VALA • HORRIBLE YOUTH • INGIBJÖRG TURCHI • JFDR • JÖKULL LOGI • JULIAN CIVILIAN • KAJAK • KJARTAN HOLM • KORTER Í FLOG • KRÍA • KUL • LAFONTAINE • LÁRA RÚNARS • LORD PUSSWHIP • MADONNA + CHILD • MAGNÚS JÓHANN • MATTHILDUR • MILKYWHALE • MOONBEAR • MOSES HIGHTOWER • RAGGA HÓLM • REYKJAVÍKURDÆTUR • ROCK PAPER SISTERS • SIGRÚN • SÓLSTAFIR • SPECIAL-K • SPRITE ZERO KLAN • STAFRÆNN HÁKON • TARA MOBEE • TÓFA • TRPTYCH • TWO TOUCANS • UNE MISÈRE • VASI • VICKY • YUNG NIGO DRIPPIN

Menningarnótt 2018: Það helsta

Menningarnótt markar enda sumarsins í Reykjavík. Borgin fyllist af lífi og er hvert götuhorn notað fyrir stórkostlega viðburði. Það getur verið skemmtilegt að rölta um án þess að vera með sérstakt plan. Við í Straumi höfum oft gert það. Í ár kíktum við hins vegar á dagskrána svo að þú þyrftir þess ekki. Hér eru þeir tónleikar í dag sem vöktu helst athygli okkar:

– Halldór Eldjárn og fjöllistahópurinn CGFC standa fyrir 5 klst löngum gegnumgangandi gjörningi og innsetningu í Mengi á milli 13 og 18.00

– Í Portinu á bakvið Óðinsgötu 15 munu ROHT, Spaðabani, World Narcosis, Boiling Snakes, AAIIEENN, Pönkbandið Gott, xGADDAVÍRx og Hórmónar koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 13:30 og standa til klukkan 21:00.

– Efstu hæðar bílastæðahússins að Hverfisgötu 20 verður umbreytt. DJ Houskell mun þeyta skífum meðan á uppákomunni stendur en auk hans munu tónlistarfólkið GDRN og Sturla Atlas flytja lög í minni íslenskra einsöngslaga, en þeim til halds og trausts verða píanó leikararnir og tónskáldin Bjarni Frímann og Magnús Jóhann.

Toppurinn mun opna fyrir gestum og gangandi á slaginu 14:00 og þar munu tónarnir óma og andrúmsloftið víbra þar til klukkan 18:00.

– Mixmix Reykjavik efnir til tónleika í bakgarðinum hjá sér þar sem kriki og Kiriyama Family munu koma fram frá 15:00 – 17:30.

– Á Hagatorgi, stærsta hringtorgi landsins staðsett hjá Háskólabíó og Hótel Sögu í vesturbæ Reykjavíkur fara fram tónleikar með eftirfarandi listamönnum:

16:00 – Gígja Jónsdóttir, keep calm and… (gjörningur & hljóðverk)

16:20 – Umer Consumer

16:50 – asdfhg

17:20 – bagdad brothers

17:50 – Munstur

18:30 – Sykur

19:10 – Housekell

– KARNIVAL Á KLAPPARSTÍG. Dansmaraþonið hefst á slaginu kl. 16:00 með jógatíma sem Tómas Oddur frá Yoga Shala Reykjavík leiðir. Við hefjum jógatímann á dýpsta ohm-i Íslandssögunnar með hjálp Bartóna, karlakórs. Dansinn brýst síðan fram um kl. 17:00 og mun duna óslitið fram að flugeldasýningu kl. 23:00. Fram koma DJ Margeir og vinir.

– Á Ingólfstorgi frá 18:25-22:00 verður Hip Hop Hátíð Menningarnæturaldin í þriðja skiptið. JóiPé & Króli, Sura, Yung Nigo Drippin’, Huginn, ClubDub, Joey Christ, Sturla Atlas, Birnir og Flóni koma fram.

– Tónaflóð, árlegir menningarnæturtónleikar Rásar 2 hefjast á  Arnarhóli klukkan 20:00. Birnir og Flóni, Herra Hnetusmjör, Huginn, Bríet og GDRN hefja leika ásamt Jóa Pé og Króla. Þá mæta Prins Póló og Hjálmar, Írafár í kjölfarið og Todmobile slá svo botninn í kvöldið.

– Útgáfupartý raftónlistarmannsins Anda fer fram á skemmtistaðnum Húrra. Auk Anda munu Einmitt Kraftgalli og DJ DOMINATRICKS koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00.

– Beint eftir flugeldasýninguna á Menningarnótt mun svo hljómsveitin Babies halda uppi stuði í Gamla bíó til klukkan 1:00.

Ný plata frá TSS

Tónlistarmaðurinn Jón Gabríel Lorange var að senda frá sér sína þriðju plötu undir listamannsnafninu The Suburban Spaceman (TSS). Platan heitir Moods og fylgir á eftir plötunni Glimpse Of Everything sem kom út fyrir tveim árum síðan. Moods er uppfull af stórskemmtilegum lagasmíðum sem eru drifnar áfram af skemmtilega “crooners”-legum söng á köflum, sérstaklega í fyrsta laginu hinu frábæra Sometimes. Platan er undir sterkum áhrifum frá jaðartónlist níunda áratug síðustu aldar og minnir einnig stundum á ögn dramatískari Mac DeMarco.

Platan inniheldur níu lög sem voru samin, flutt og tekin upp af Jóni í Antwerpen og Reykjavík síðastliðið ár.