The Antlers gefa út EP plötu

Brooklyn bandið og íslandsvinirnir í The Antlers senda frá sér EP plötuna Undersea næsta þriðjudag. Hljómsveitin, sem er leidd af Peter Silberman hefur verið virk frá árinu 2006. Fyrstu tvær plötur þeirra Uprooted og In the Attic of the Universe eru í raun sólóplötur Silberman. Hljómsveitin sendi frá sér plötuna Hospice árið 2009 sem var fyrsta platan sem bandið allt sá um lagasmíðar og plötuna Burst Apart í fyrra. Fyrir neðan er hægt að hlusta á tvö lög af plötunni, Drift Dive og Endless Ladder, auk viðtals sem við tókum við Silberman áður en hljómsveitin kom fram á Iceland Airwaves 2010.

      1. 01 Drift Dive
      2. 02 Endless Ladder

Viðtal í Straumi árið 2010:

      3. The Antlers viðtal 2010

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *