Bandaríska hljómsveitin Animal Collective frumflutti væntanlega plötu sína Centipede Hz í net útvarpsþætti sínum Animal Collective Radio í gærkvöldi. Hægt er að streyma plötunni á síðu þáttarins radio.myanimalhome.net. Platan kemur út þann 3. september næstkomandi og er níunda plata hljómsveitarinnar.