Tónleikar helgarinnar 9. – 12. október 2014

Fimmtudagur 9. október

– Tónleikar á Gauknum þar sem fram koma:

// LORD PU$$WHIP
// LAFONTAINE
// KEX VERK KLAN (Elli Grill)
// QUADRUPLOS
1000 kr. inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00

– Soffía Björg og Pétur Ben koma fram á Húrra. Pétur byrjar kvöldið með akústískt sett og setur tóninn fyrir Soffia Björg Band sem tekur svo við, en hljómsveitina skipa; Örn Eldjárn, Ingibjörg Elsa Turchi, Þorvaldur Ingveldarson og Tómas Jónsson. Tónleikarnir byrja kl 21.00 og er aðgangseyrir 2000 kr.

– Roland Hartwell Jr. kemur fram á Hlemmur Square. Tónleikarnir hefjast 20:00 og það er ókeypis inn.

 

 

Föstudagur 10. október 

 

– My bubba munu leika nokkur lög í Mengi af nýju plötu sinni Goes abroader klukkan 12:00.  Tónleikarnir í Mengi marka upphaf tveggja mánaða tónleikaferðalags um Evrópu, þar sem þær munu m.a. hita upp fyrir Damien Rice.Tónleikarnir kosta 1500 krónur fyrir þá sem ekki eru svangir en þeir sem vilja súpu og brauð með tónlistinni greiða 2500 krónur.

– Raftónlistarmaðurinn Pye Corner Audio kemur fram í Mengi ásamt íslensku hljómsveitinni Good Moon Deer. Miðaverð er 2000 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

 

– Einn af aðalviðburðum í kynningarviku frjálsra félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands undir heitinu Sterkar stelpur – sterk samfélög, eru stórtónleikar í samstarfi við KÍTÓN, félag kvenna í tónlist, klukkan 20 í Iðnó. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Fram koma: Mammút, Young Karin, Himbrimi, Reykjavíkurdætur, Boogie Trouble, Una Stef, Alvia Islandia, Soffía Björg,Laufey og Júnía, sigurvegarar Söngkeppni Samfés.

 

– Hljómsveitin Samaris heldur útgáfutónleika fyrir plötu sína Silkidrangar í Þjóðleikhúskjallaranum. Um upphitun sér hljómsveitin Gervisykur. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22. Miðaverð er kr. 2.000 og miðar verða seldir við hurð og á Miði.is

 

Laugardagur 11. október

 

– Hinn einstaki þýski plötusnúður Marc Romboy kemur fram á skemmtistaðnum Húrra laugardagskvöldið 11. október. Ásamt Romboy munu íslensku snúðarnir Oculus, Yamaho og Steindór Jónsson koma fram. í þessu tilefni verður rosalegt Function 1 hljóðkerfi sett upp á staðnum til að ná geðveikri klúbbastemmingu. Kvöldið hefst á slaginu 22:00 og það kostar 1500 kr inn.

 

– Raftónlistarmaðurinn Pye Corner Audio kemur fram á Palóma ásamt íslensku hljómsveitinni DEEP PEAK. Miðaverð er 1000 kr og tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

Sunnudagur 12. október

– Költ-bandið The Burning Hell frá Petersborough í Ontario í Kanada spilar á ókeypis tónleikum á Kex Hostel sem hefjast á slaginu 21:00.

– Rósa Guðrún Sveinsdóttir ætlar að fagna útgáfu fyrstu sólóplötunnar sinnar Strengur Stranda með útgáfutónleikum í Iðnó. Miðaverð er 2500kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00.

– Syrgir Digurljón kemur fram á Húrra klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *