Föstudagur 9. janúar
Norska hljómsveitin Splashgirl kemur fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.
Hardcore böndin Icarus, Mercy Buckets og Conflictions halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er frítt inn.
Laugardagur 10. janúar
Hljómsveitin Kiss the Coyote spilar á Loft Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.
Hljómsveitirnar VAR og For a Minor Reflection halda tónleika á Frederiksen Ale House. Tónleikarnir byrja klukkan 23:00 og það er frítt inn.
Gummi Hebb & Electric Elephant standa fyrir tónleikum á Bar 11. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 23:00
Sunnudagur 11. janúar
Kira Kira og Japan kemur fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.