Í hinu vikulega helgaryfirliti straum.is er stiklað á stóru og smáu í tónleikahaldi á höfuðborgarsvæðinu.
Fimmtudagur 20. júní
Jóhann Kristinsson og Loji munu hefja leikinn í sumartónleikaröð í Bíó Paradís kl 22:00! Ókeypis inn!
Heiladans 25 á Litlu Gulu Hænunni kl. 21 – 01. Samaris, Tonik, Einar Indra og Dj Kári spila.
Föstudagur 21. júní
Ultra Mega Technobandið Stefán spilar á ókeypis tónleikum í kjallaranum á Bar 11. Hljómsveitin er þessa daganna að leggja lokahönd á næstu plötu sína og því ekki ólíklegt að nýtt efni fái að líta dagsins ljós á þessum tónleikum. Tónleikarnir byrja klukkan 12.
Ólöf Arnalds verður með árlega Sumarsólstöðutónleika í Café Flóru, Föstudaginn 21. júní. Þetta er í þriðja sinn sem Ólöf er með sumarsólstöðutónleika í Café Flóru. Ásamt Ólöfu koma fram Klara Arnalds söngkona og Ingibjörg Elsa bassaleikari sem helst eru þekktar sem meðlimir hinnar vinsælu danshljómsveitar Boogie Trouble. Prógrammið verður ljúf blanda af lögum úr pokahorni tónlistarkvennanna, þar sem sóldýrkun og leikgleði verða í fyrirrúmi. Tónleikar hefjast kl. 21.00. Miðaverð 2.000kr og verða miðar seldir við inngang.
Laugardagur 22. júní
Saktmóðigur og Ofvitarnir spila í Lucky Records, Rauðarárstíg 6. Tónleikarnir eru opnir öllum aldurshópum,aðgengilegir fólki í hjólastólum og hefjast klukkan 14:00.
Mono Town, Leaves og Tilbury munu koma fram á útitónleikum á laugardaginn 22. júní kl. 15 í Vitagarðinum við KEX Hostel. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í nýrri tónleikaröð sem nefnist Vitinn. Röðin mun fara fram með reglulegu millibili á laugardögum í sumar fram að Menningarnótt. Aðgangur að garðinum og tónleikum þar er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir, ungir sem aldnir.
RVK Soundsystem kynnir ROTOTOM SUNSPLASH Launch Party á Faktorý! Kl. 22:00 Aðgangseyrir: 2.000 kr.
> HJÁLMAR
> OJBA RASTA
> AMABA DAMA
> PANORAMIX