Fimmtudagur 5. febrúar
Félagarnir Jo Berger Myhre, Magnús Trygvason Eliassen og Tumi Árnason verja kvöldinu saman í Mengi í frjálsum spuna. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.
Tónleikar með Teiti Magnússyni í Gym & Tonic á Kex Hostel. Teitur er annar aðallagahöfunda Obja Rasta og mun hann koma fram ásamt fullskipaðri hljómsveit. Miðaverð er 1500 kr. “Tuttugu og sjö” platan með Teiti á CD + miði á tónleika = 2500 kr.
In The Company Of Men, Ophidian I & Mannvirki á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 500 kr inn.
Föstudagur 6. febrúar
Oyama og Tilbury spila á Húrra Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og það kostar 1500 kr inn.
Krakkkbot heldur útgáfutónleika í styttugarði Listasafns Einars Jónssonar í tilefni að Safnanótt Vetrarhátíðar, en þar mun Krakkkbot flytja plötu sína Blak Musik í heild sinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:45.
Hjalti Þorkelsson og hljómsveit leika lög Hjalta á Café Rósenberg. Aðgangseyrir er 1000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:30.
Gyða Valtýsdóttir og Shahzad Ismaily koma fram í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.
Laugardagur 7. febrúar
Oberdada von Brútal mætir til leiks íj Mengi með frumflutning á antí-músíkverkinu PNTGRMTN, en Harry Knuckles ætlar að hita upp fyrir hann og flytja nokkur tilbrigði við stefið hávaða. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.
Hip-hop hljómsveitin Cheddy Carter frumflytur nýtt efni fyrir gesti og gangandi á Kex Hostel. Tónlistarmaðurinn Vrong mun mýkja hljóðhimnur gesta frá kl. 21:00, áður en Cheddy Carter stígur á stokk. Aðgangur er ókeypis.
Sunnudagur 8. febrúar
Rafdúóið Mankan sem skipað er þeim Guðmundi Vigni Karlssyni og Tom Manoury koma fram á Lowercase kvöldi á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 og það er frítt inn.