Föstudagur 5. júní
Tónlistarmennirnir Helgi Valur, Ósk og Brynja koma fram á Sumargleði Bíó Paradís klukkan 17:00.
Tónlistarmaðurinn Onsen öðru nafni Trevor Welch heldur útgáfutónleika í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
The Bangoura Band, Unnur Sara, Caterpillarmen og Mc Bjór og Bland halda tónleika á Gauknum. Ókeypis inn og hefjast tónleikarnir á slaginu 23:00.
Laugardagur 6. júní
DJ Flugvél og Geimskip kemur fram í Reykjavík Record Shop klukkan 16:00 í tilefni af útgáfu nýjustu plötu sinnar Hafsbotninn.
Skemmtistaðurinn Húrra fagnar 1. árs afmæli með stuðveislu sem hefst klukkan 18:00. Saga Garðarsdóttir, loldrottning Íslands, mun fara með gamanmál. Milkywhale, nýtt verkefni Árna Rúnars Hlöðverssonar úr FM Belfast og Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur frumflytja sitt stöff og svo mun Babies Flokkurinn tjúlla kosmósið með sínu þrumustuði langt fram á kvöld þar til DJ Óli Dóri tekur við og pakkar þessu saman.